Wednesday, January 5, 2022

Spurt er: Hvað hverfur með sálinni þegar hún er seld?

 Hin spurningin er auðvitað; Og hvað fékkstu fyrir þína?

................

Þetta að selja sál sína er spurning sem ekkert háskólasamfélag eða vísindasamfélag á jörðinni vill ræða.
Ekkert kirkju eða lífsstílsfélag á jörðinni vill ræða þessa spurningu heldur.
Félög sem keyrð eru á keyptum sálum, eru sömu félög og stjórna öllu og ráða öllu.
Þau vilja alls, alls ekki ræða þessi grundvallarmál.

...........

Þú ert mögulega einn af þeim vanvitum sem heldur að sál sé eitthvað ósýnilegt og dularfullt anda-drasl.
Það er mjög algeng trú óupplýstra fábjána að handa að sjálf og sál séu sitthvor hluturinn.
Það er það sama.
Það er enginn munur.

Í útlöndum er í tísku að kalla sál konsjössness.
Af því að orðinu sál fylgir svo gasalega mikið vald.
Og umræður um kaup og sölu sálarinnar eru tabú meðal þeirra sem fást við sálfræði og sálgæslu gegn greiðslu.
Það selur ekki útfararþjónustu að ræða um sálir.
Ekki frekar en að það gagnist yfirvöldum að ræða um sálir fólks.

.............

Sjáðu ljósið!

Þræddu fingurna eftir rauða þræðinum í gegnum alla heimsins visku og þú munt læra og skilja að sjálfið hið innra með þér - þetta sem þú kallar sjálfan þig.
Ég-Sjálf.
Það heitir það.
Og allir vísa til þess eins, allsstaðar á jörðinni.

Það er kallað ómeðvitað og meðvitað.
Þessi á bakvið tjöldin innra með þér.
Þessi sem þú ert að ræða við þegar þú hugsar.
Þessi sem tjáir sig í orðum innra með þér og þú kallar ÉG.
Þessi sama sál og finnur tilfinningar.
Þessi sama vera og stjórnar draumum þínum, bæði í vöku og svefni.
Hún er þarna inni í þér, nema nottlega þú hafir selt hana.
Þá er bara myrkur og viðbjóður innra með þér.
Sem er mjög sorglegt fyrir þig.

Þannig sáum við og skerum upp.

...........

Stærsta lygi sem þér hefur nokkurntíma verið kennd, er líka sú seigasta í lífi þínu.
Það eru ekki margir sem skilja þetta til hlýtar.
...........

Sjáðu ljósið!

Alheimurinn sem þú dvelur í er yfirgnæfandi stór frá þínum bæjardyrum séð.
Það er ósköp auðvelt að týnast í honum.
Þér er kennt frá fæðingu að hið ytra sé allt sem er.
Og að þú sért tóm skel.

Það er ekki allskostar svo einfalt.
Allt sem þú sérð og skoðar og snertir og finnur og heyrir og skynjar, er móttekið innra með þér.
Þannig er allur alheimurinn eins og þú þekkir hann, einvörðungu til innra með þér sem einhver heild.

Þú hefur ekki hluti í alheiminum þínum sem þú hefur aldrei séð eða skynjað.
Þannig er eitt og annað til í veruleika einnar sálar, sem ekki finnst í alheimi annarar sálar.
Skilur þú það sem ég er að segja?
Þetta er í alvörunni mjög, mjög þungt.
Þetta merkir að innra með þér búa öll svörin sem þú leitar að hið ytra.

Sálin innra með þér, sem við köllum líka ljós og gætum jafnvel kallað rafmagnsheila - er í eðli sínu góð.
Sá sem deyr án þess að hafa selt sál sína hinu illa er fullkomin vera.
Ég tel að enginn fari í gegnum langa ævileið og komi þannig út.
En margir fara ótrúlega nærri því samt.
Það er besta fólk jarðarinnar.
Blíðar, fallegar, heilar, sterkar og lifandi sálir.
Þögulir kennarar og altumvefjandi uppsprettur hreinnar ástar.

Flestir heygja harða baráttu.
Hið illa virkilega vill sál þína.
Hið illa hefur í farteski sínu eitt og annað til að freista þín.
Og flestir falla.
Og meiða sig og selja sál sína.

Það er hroki.
Besservisserahátturinn og ættgöfgisdrullan. Titlasmjaður, athyglissýki og siðblinda.
Hroki er lærður í æsku.
Að þykast vera betri en aðrir út á kyn, ætt, stétt, titli eða prófi.
Það er að vera hrokafullur.
Að vera hrokafullur er löstur.
Löstur merkir það sama og galli.
Þeir sem eru hrokafullir er fólk sem er gallað.
Og það má segja það.

Svo er það græðgi.
Að eiga aldrei nóg. Vera sífellt hungraður í meira, sama hversu miklu er hórað upp og troðið í sig eða troðið inn á bankabók og í gullkistur.
Fara í gegnum allt lífið í hlandspreng af frekju og heimta að fá af því sem aðrir eiga þó þeir eigi sjálfir nóg.
Þetta fólk mun aldrei eignast nóg. Ef það eignaðist alla jörðina, færu þeir í keppni um hver ætti sólina.
Það er einfaldlega enginn endir á græðgi.
Botnlaus djöfulsinsn græðgi eins og við segjum í mæltu máli.
Græðgi er löstur, eins og hroki.
Mjög margir sem eru gráðugir eru líka hrokafullir.
Það er svimandi fylgni.
Þetta fólk er mjög gallað.

Og svo er það afbrýðisemi.
Það er þessi rúnkafstaða að höndla ekki að aðrir hafi eitthvað sem þú hefur ekki.
Hvað sem það er, hvort sem það er hæfileiki, útlit, peningar eða þekking.
Þetta er ljótur löstur.
Einn af þeim ógeðfelldari í flórunni. 
Afbrýðisemi er nokkuð algeng meðal bæði hrokafullra og gráðugra.
Til er fólk sem vill meina að þetta sé meðfætt, en það verður að teljast ólíklegt þar sem engin sönnun fyrir þeirri kenningu hefur nokkurntíma komið fram.

.................

Þetta eru þrjár leiðir til að selja sál sína.
Tileinka sér græðgi, afbryðisemi og hroki.

Það eru vissulega fleiri leiðir.
En þetta er gott í bili.

................

Svörin eru hið innra.
Sá sem deyr, án þess að hafa gert beina og milliliðalausa yfirbót gagnvart sál sinni og sálum þeirra sem hann hefur brotið gegn - ekki bara tapar, heldur upplifir helvíti á leið sinni.

Þannig má refsa vondu fólki í lifanda lífi.
Þú mátt alltaf verja sál þína illsku og óréttlæti.
Það er fæðingarréttur þinn að stjórna lífi þínu.
Að hafa allt valdið.

Þú þarft mögulega að skottast og segja þeim sem þú seldir vald þitt og sál að þú sért að hugsa um að snúa við blaðinu.

Þetta er ekkert flókið.
Hver um sig leitar að svörum hið innra.
Skoðar hvort sálin sé ennþá öll til staðar og hvort illskan hafi gómað hana.

Hið illa reynir að kaupa sál þína.
Með kaupunum deyr hið góða og fagra innra með þér.
Tilfinningar eins og blíða og þakklæti.
Ástin fjarar út úr hjartanu fyrir hvern greiða sem seldur er hinu illa.

En það er val.
Upplýst val að snúa við blaðin.

Hið góða mun ekki borga neitt fyrir sál þína.
Þú verður að gefa hinu góða sál þína.
Hið góða tekur við sál þinni, þegar hún er góð.
Og sálin hreinsast og ljós hennar skín þúsundfalt þegar hún geislar hrein innra með þér.
Og lýsir í myrkrinu og lýsir veg þeirra sem eru týndir.
En þú verður að GEFA hinu góða sál þína.

..................

Þetta eru engin ný fræði.
Hvorki búdda né kristur fundu þetta upp.

Þetta er náttúrulegt eðli lífisins.
Að kenna okkur að vera góð.
Það er ekkert annað próf í gangi.

.....................

Þú skráðir þig inn í keppnina þegar þú fæddist.
Gangi þér vel með þitt.
Hver sér um sig.
Og svörin finnurðu hið innra.
Það eru engin raunveruleg svör hið ytra.
Það er allt innra með þér.

Þú þarft að kynda þetta ferli með ást, blíðu, væntumþykju, kærleika og friði.
Eða uppskera nákvæmlega eins og þú sáir.

G

No comments: