Það væri bæði rangt og kjánalegt að ávarpa lesanda sem ekki er til, svo ég læt það vera.
Þetta blogg sem hefur verið til síðan fyrir síðustu aldamót er saga mín í gegnum langvarandi þroskaferli sem kallað er líf.
Ég sé sjálfa mig hér æpa inn í tómið og ég sé sjálfa mig í fortíðinni reyna að sortera lífið í einhverja skilmerkilega heild.
Ferðalegið er rosalegt. Eins og þið vitið sem hafið verið lifandi og tekið þátt í öllu ruglinu og geðveikinni sem einkennir fjölmiðla og yfirvöld á þessum síðustu dögum siðmenningar á vesturlöndum.
............................
Ég er farin að þekkja fortíðina nokkuð vel.
Bæði mína eigin og heimsins og Íslands.
Það hefir verið þráhyggja mín allt mitt líf að skilja nútímann, og það er einvörðungu hægt að gera með því að skilja fortíðina og skilja hvað stjórnar lífi fólks á jörðinni.
.................
Ég er komin á þann stað að ég hef enga sérstaka þörf að hitta aðra en fjölskyldu og nána vini, nema alger nauðsyn krefjist þess.
Ég hef með mér sannfæringu hið innra sem stuðar aðra.
Það er allt í lagi.
Ég mun aldrei þvinga þesssari visku upp á neinn.
Það er ekki mitt hlutverk að frelsa einn eða neinn.
Það hef ég vitað frá upphafi.
..........................
Ég finn tilgang og gleði í fegurð náttúrunnar, ég finn gði í samskiptum við fólk sem vill mér vel.
Ég þarf ekki að sannfæra neinn um að líka við mig.
Mér er alveg sama hvaða skoðun fólk hefir á mér.
Mig varðar ekki um það.
................
Framtiðin brosir við mér og ég er tilbúin í hvað sem er =)
Ég er tilbúin í ævintýri og keppni - og ég er tilbúin í áskoranir.
Ég hef undirbúið mig allt mitt líf, alla mína daga, að takast á við endakallinn í þessum leik sem kallaður er líf - og ég er sannfærð um að ég sigra hann og finn öll trixin og dansa sigurdans á eftir.
....................
Þeir sem hafa ekki viljað heyra orð mín - verða bara að lifa með því. Mig varðar ekkert um tilfinningalíf annars fólks sem ég þekki ekki, frekar en að tilfinningalíf mitt varði þá neitt.
Þetta er frelsi.
Að vera akkúrat nákvæmlega drullusama um hvað aðrir segja um þig.
Það er mjög erfitt próf - en eina leiðin til að fara í gegnum það er með höfuðið hátt og fókusinn á takmarkið.
=)
Sjáðu til.
Það er mögulega auðvelt að særa tilfinningar minar - er það er ekki hægt að þvinga mig til að læra að hlýða.
Þannig hef ég sigrað allar kirkjur, öll yfirvöld og alla kúgara jarðarinnar á einu bretti.
...............
Það
Er
Ekki
Hægt
Að
Kúga
Mig
.........................
Þeir sem reyna það - geta vitað fyrirfram að ég bara HEFNI MÍN og það þúsundfallt.
Góðar stundir - litlu jarðormar
G