Thursday, November 26, 2020

Það besta við þetta blogg....

Er að ég sé hvað ég hef lært. Og þannig veit ég hver ég var og hver ég er. Sem er snilld =)

Að öskra inn í tómið.....

Ég veit ekki af hverju ég skrifa. Ég geri það bara. Sennilega vegna þess að ég hef engan til að tala við um það sem er mér kært. Ég horfi ekki á sjónvarp, spila ekki tölvuleiki, tek ekki þátt í samfélagsmiðlum og tek ekki þátt í neinum félagsstörfum. Ég á ekkert sameiginlegt með öðru fólki. Mér leiðist að tala um hluti sem ég hef engan áhuga á. Þessvegna skrifa ég. Þá get ég að minnsta kosti sagt næstum upphátt við sjálfa mig, það sem ég hugsa. Svo ég skrifa. Öskra inn í tómið og enginn heyrir það. Nema ég.