Wednesday, November 20, 2019

Dagbôkarfærsla þvottavotta.

Það hefir gengið mjög djöfullega illa að hefja nám eftir tuttugu ára hlé.
Á tveimur og hálfum mánuði hef ég búið á fjórum stöðum og sofið í bílnum tvisvar.
Lengst af hef ég sofið á tveggja sæta sófa, sem er ömurleg hugmynd fyrir einstakling með stoðkerfisvandamál og taugasjúkdóm.

Nú mögulega lagast hlutirnir dálítið.
Á morgun er auðveldur dagur.
Þannig séð.
Ég ætla að hefja hið ljúfa líf á ljúfu nótunum og mögulega halda út viðvarandi rólegheit um tíma.

Ég hef fengið uppáskrifaða sjúkraþjálfun og samkvæmt áræðanlegum heimildum get ég mögulega rukkað það inn að hluta frá stéttarfélaginu.
Það sakar ekki að reyna allavega.

Svo hef ég tekið þá hipp og kúl ákvörðun að nota ekki bílinn minn nema í algjörum neyðartilfellum og ná heilsu með sportgöngum í og úr skóla.

Til að öll mín plön og galdrar gangi upp, verð ég að beygja tímann umhverfis mig og hægja þannig á honum.

Það er nokkuð erfiður galdur en skilar að jafnaði þremur klukkustundum á dag í auka tíma.

Gæfan gangi með ykkur gæskurnar
G