Og venst vel.
Hér eru mörg og fjölbreytileg tækifæri.
Og eitthvað.
En ég fæ samt gjarnan heimþrá til Reykjavíkur.
Ég sakna fuglanna og mávanna og húsanna.
Ég sakna skipanna og Viðeyjar og Skólavörðuholts.
Og ég sakna Grettisgötu og Njálsgötu.
Og Vikivaka.
Sniff...
En hér er ég og get ekki annað.
Borgin var orðin þreytt.
Og ég líka.
Ég er ennþá þreytt.
Og reyndar úrvinda.
En það tekur tíma að fylla á batteríið.
Ég verð að gefa mér meiri tíma.
Hér í Fellasveit er nebblilega friður.
Það er mjög dýrmætt.
Hann verður minn.
Friðurinn.
Það er æðsta takmarkið.
En leiðin að friði er mörkuð óvinum og hindrunum - og þeim mun ég þeyta úr vegi mínum.
Eins og boss!
Og hana nú!