Friday, October 26, 2018

FellasveitÞetta útálandilíf er ekki sem verst.
Og venst vel.

Hér eru mörg og fjölbreytileg tækifæri.
Og eitthvað.

En ég fæ samt gjarnan heimþrá til Reykjavíkur.
Ég sakna fuglanna og mávanna og húsanna.
Ég sakna skipanna og Viðeyjar og Skólavörðuholts.
Og ég sakna Grettisgötu og Njálsgötu.
Og Vikivaka.

Sniff...

En hér er ég og get ekki annað.
Borgin var orðin þreytt.
Og ég líka.

Ég er ennþá þreytt.
Og reyndar úrvinda.
En það tekur tíma að fylla á batteríið.
Ég verð að gefa mér meiri tíma.

Hér í Fellasveit er nebblilega friður.
Það er mjög dýrmætt.
Hann verður minn.
Friðurinn.

Það er æðsta takmarkið.

En leiðin að friði er mörkuð óvinum og hindrunum - og þeim mun ég þeyta úr vegi mínum.
Eins og boss!

Og hana nú!

Wednesday, October 24, 2018

Rambað á brún brjálæðiz....

Sæl veriði!

Það gerðist svolítið hættulegt í dag.
Sem hvorki var planað né undirbúið.
En það gerðist samt.

Síðustu fjóra daga hef ég farið í gegnum helvíti af sársauka.
Klukkan nákvæmlega korter í fimm seinnipartinn, vöðlaði ég öllum þessum sársauka upp í eina sendingu og sendi með bölvi og ragni og hatursræðu og níði og fordæðuskap til ákveðins hóps.

Þegar ég hafði lokið þessu - fann ég ekki lengur til.
Eins og fyrir kraftaverk.

.................

Ég veit ekki fyrr en á föstudaginn - hvaða áhrif þetta hefur í það heila, en þegar ég fer í stríð - er ég venjulegast tilbúin til að berjast til síðasta blóðdropa....

...og þessi galdur er einhver sá magnaðasti fram til þessa...

😎 sannarlega spennandi að sjá.....

Wednesday, October 17, 2018

Samsæri

Þegar margir halda kjafti yfir svikum og nota þögn, ógn og blekkingar til að viðhalda svikunum - heitir það samsæri.

Þegar framið er samsæri, þurfa allir sem standa að svikunum að standa saman og skipta með sér verkum. Oftast er bæði heili og vöðvar sem stjórna ferlum.
Allir sem taka þátt í samsærinu, gera svo með upplýstum brotavilja gegn réttvísinni.

Þegar margir taka sig saman til að stela, fara málin oft úr böndunum.
Bæði missa sig allir í græðgi og svo er alltaf einhversstaðar veikur hlekkur.
Einhver saklaus sál sem hefur verið tæld til þess að taka þátt í samsærinu, af því viðkomandi hafði séð eitthvað gruggugt eða veit of mikið.

Slíkir einstaklingar eru líklegastir til að flýja af vettvangi um leið og grunur um samsæri er ræddur opinskátt.
Slíkt fólk er líklegast til að vitna gegn gerendum.
Og hjálpa til við það að upplýsa mál.
Mikilvægt fólk með samvisku og ljós sem lýsir að innan.

Þeir sem hagnast mest á samsærinu verða mest ógnandi þegar talað er opinskátt um svik.
Þeir svífast einskis.

Það er fólkið sem þarf að núlla út.
Gera óvirkt.
Einangra.
Meiða.

Fyrirgefning er meðvirkni.
Virkar ekki.

Dómgreind og auga fyrir auga - er eina réttlætið.

Tikk fokking takk!

Monday, October 15, 2018

Það veit enginn hvað ég er að gera

Og það skilur enginn hvað ég vil og þarf.
Sem er nákvæmlega eins og ég vil að það sé.

Ég tala ekki mikið um áætlanir mínar við aðra en mjög nána trúnaðarvini.
Það eru mjög verulega fáir og þeir einu sem þekkja mig eitthvað.
Aðrir vita ekkert um mig.
En halda að þeir viti eitthvað.

Það er dálítið spaugilegt.....

........

Ég er á ákveðnu ferðalagi.
Allt sem ég geri á þessu ferðalagi er gríðarlega mikilvægt.
Ég hef planað hvern áfanga til hins ítrasta og veit nákvæmlega hvað þarf að gera og hvað er á leiðinni.

Ég hefði getað sparað mér þær hundruðir klukkustunda sem ég eyddi í að læra að spá í taarotspil og rúnir - ég sé framtíðina og sannleikann hið innra.
Eins og mér sýnist.

Ég hef ekki mikinn tíma til að hangsa og verð að kýla lífið og verkefnin áfram af innri hörku.

Ef það er ekki tími til að hvílast - er ekki tími til að hvílast.
Ef það er ekki tími til að nærast - er ekki tími til að nærast.
Ef það er ekki tími til að hugsa - er ekki tími til að hugsa.

Þá er tími til að vinna og klára og bæta og laga og breyta og velja og selja.

Það er alveg sama hvaða skoðun fólk hefur á veruleikanum - það sem gerir aumingja að foringja ER METNAÐUR!!!!

Thursday, October 4, 2018

Galdur

Brenni menn
eldhaf
Fenni menn
ákaf
Renni menn
útaf
Kennimenn kynjaðir
Kynjamenn kunnir
Rökkurdegi á
Fer umsjá
Deyi menn þá
Og deyi menn þá!

Monday, October 1, 2018

Óvinurinn er Róm

Allir hafa val.
Hvort þeir styðja frelsi eða Róm.

Þeir sem styðja Róm - tapa.

Það verður sárt tap.

En fólk VELUR!

Tikk takk