Það er eins og twizt á tilveruna að vera hérna í Fellasveit aftur.
Margt hefur breyst.
En flest er eins og það var.
Hvort sem það er til góðs eða ills.
Það er sem það er.
Allir vita hver ég er - og ég veit ekki hver neinn er.
Það hefur að minnsta kosti ekkert breyst.
Gróðurinn hefur vaxið.
Börnin hafa orðið fullorðin og eignast börn.
Gæsirnar garga á fljótinu og pólverjarnir sem renna fyrir glæran leirfisk hafa orðið að gömlum mönnum.
Í gamla daga vann ég í Valaskjálf og seldi þeim öllum brennivín og fylgdist með þeim af kantinum.
Ég fór í kirkju og fylgdist með þeim af bekknum.
Ég fór á skólaskemmtanir og íþróttaleiki og hlustaði á þau.
Eins og ég lærði um fólkið í sveitinni lærði ég seinna um fólkið í borginni og svo fólkið í útlöndum.
Og eins og ég vex og læri og breytist og aðlagast hafa þau líka breyst og aðlagast og það er allt jafn undursamlega spennandi.
Ég held samt að enginn viti nokkurn skapaðan hlut um mig.
Hvorki á netinu, í borginni eða sveitinni.
Ég er þessi týpa sem heldur sig á bakvið tjöldin.
Frá því ég var lítil hef ég heyrt ótrúlegar sögur um sjálfa mig.
Guð má vita hver spann það upp.
Það var byrjað þegar ég var í grunnskóla og hefur fylgt mér alla ævi.
Stundum langar mig að vera konan sem þessar sögur eru um.
Það væri eins og að lifa í háspennu hollívúddmynd með stöðugum sækótwiztum og geðveiki.
Sögurnar sem fólk sagði af mér í sollinum í Reykjavík eru alveg óborganlegar sumar.
Ég hef heyrt mig kallaða undirheimadrottningu, norn og byltingarforingja, og að Litháenska mafían og erlend mótorhjólasamtök og félag dyravarða ásamt útvöldum spilltum lögreglumönnum séu skósveinar mínir , svo eitthvað sé nefnt.
Það er gaman að því - nema ekki.
Það eru allir dauðhræddir við mig.
Hérna í sveitinni hef ég ekki verið í fimmtán ár - þau flugu frá mér í faðmi borgarinnar.
Og fólkið í sveitinni hefur engan áhuga á byltingum og glæpaforingjum og götufólki og landspítalanum og miðbænum og spillingu borgarinnar.
Minningin um mig sem var hér í denn loðir við mig.
Í gamla daga var ég kristinn fasisti.
Það er vinsæl afstaða hér eystra og einkum á Eystri - Bakka
Verandi kona er ég samt meira mamma hans og hennar og systir hans og hennar og dóttir hans og hennar.
Það er kristna afstaðan til kvenna í sveitum landsins.
Gaman að því .
Ég er búin að fá vinnu.
Sem hentar mér í alla staði mjög vel.
Ekki of mikið til að byrja með.
Ég fer þangað í dag.
Sem þvottavotti.
Þar fór ég í gær og sá þar margt gott fólk.
Ég mun þó ekki starfa með því - heldur koma og þrífa inn á milli.
Mér leist vel á þetta fólk.
Og ég ætla að vera þeim góð og gera verk mín vel og af vandirkni og metnaði.
Og reyna að gleðja þau gefa þeim bros og hvatningu.
Ég á nóg af því.
Ég er svo þreytt og veik að ég treysti mér ekki í bili að fara í meiri vinnu.
Ég verð að hvíla mig.
Síðasta lota var átján mánuðir.
Það er löng lota.
Þeim mun meiri tíma hef ég til að njósna, ef ég lofa kroppnum að jafna sig og batna.
Ég hef ákveðið að gera það að ævistarfi mínu.
Að njósna.
Og safna gagnlegum upplýsingum.
Ég hef hvort sem er verið á því ferðalagi leynt og ljóst í mörg ár.
Núna ætla ég aukinheldur að færa þetta í skýrslur.
Og leka þeim.
Þegjandi og hljóðalaust og milli stafs og hurðar og bakdyramegin og gegn almennri reglu.
Ég er að flokka í sundur mikið af efni þessa dagana sem varða eitt og annað sem ég hef fengist við rannsóknir á undanfarin ár og áratugi.
Þetta hef ég í hyggju við að flétta við samtíma okkar og leggja það fram sem orsök og afleiðingu og auðþekkjanlegan einfaldan sannleika.
Síðan ég ákvað að halda mig við sannleikann og selja honum sál mína - hafa allar dyr opnast.
Það hef ég grætt á því að selja sál mína Sannleikanum.
Og við skulum sjá hvað Sannleikurinn hefur meira að færa mér.
Meira ljós - betri yfirsýn - og skýra leið að markinu.
Það er það sem hann gefur.
Nú kvika ég hvergi frá og gef allt í botn.
Það verða fáar stundir að sitja og skammast á netinu.
Þar hef ég hvort sem er sagt það allt grímulaust og sannleikanum samkvæmt.
Og verið blokkuð og þögguð í að minnsta kosti tvö ár fyrir vikið.
Tvitter og feisbúkkaðgöngum minum var eytt.
En Sannleikann geta þeir ekki þaggað.
Og á meðan ég geng fram og beygi mig fyrir engu nema heilögum sannleikanum - er ekkert sem getur stöðvað mig á ferðalagi mínu.
Nú hefst lognið á undan storminum.
Spennan er áþreyfanleg.
Þetta er allt að gerast.
Við vinnum.
Við sem vitum - vinnum.
Við vinnum alltaf.
Af því einfaldur sannleikur er sagna bestur.
Og ég elska hann.