Sunday, December 31, 2017

Næmi

Það er í rauninni bara til ein gerð af greind sem hefur einhverja merkingu.
Það er eini raunverulegi sameiginlegi hæfileiki fólks með guði.
Eins fólkið sem afgangurinn af jarðarbúum treystir á, eru fólk sem hefur þennan innbyggða hæfileika.
Næmi.

Það er tilfinningagreind.
Hún er tvíþætt.
Hún felst í því að elska aðra.
Og hún felst í því að elska sjalfan sig nægilega heitt til að valda sér ekki skaða.

Á hvorn veginn er það ást.

.....

Sá sem skilur stöðu sína og fetar sinn veg, og leitast við að vera öðrum góður og þjónar hinu góða í lífi sínu með því að valda engum skaða og lyfta tilveru annara með hrósi og brosi og gæðum.
Sá er bæði hólpinn og þekktur.
Þau lýsa eins og ljós - þau sem búa yfir næmi.

Þeir sem velja að þjóna hinu góða sem þeir finna í hjarta sér og fagna fjölbreytileika fjölskyldunnar.
Þekkja sig og fagna tilveru sinni.

Hver um sig á markmið og drauma, sem hver þráir að rætist.
Sá sem sér tilgang í að hjálpa öðrum að láta drauma rætast  - hefur fundið veginn að ljósinu.

Að þjóna hinum minnsta er að þjóna ástinni.
Að þjóna hinum minnsta er að þjóna guði.

Orð geta engan meitt - nema þeim sé trúað.
Sannleikurinn gerir okkur frjáls.

Og tilfinningagreind sem heitir líka næmi - er eini hæfileikinn sem við þurfum að rækta.

Tilfinningar stjórna okkur.

Saturday, December 30, 2017

Internetið virkar ekki eins og þú heldur...




Hugarflug í árslokin...

Ég hef fundið bitran sannleika.

Af því að ekkert virkar eins og maður heldur að það virki, er erfitt að greina hvað er blekking og hvað er satt og rétt.
Við lifum í gerfi-blekkingarheimi.
Orginal feik - period dauðans.
Sannleikurinn er vel falinn undir lögum af lögum og lögum - þaggaður, kæfður og hulinn.
En hann er það sem hann er.
Ekkert getur haggað því hvað hann segir eða sýnir.
Það er það sem það er.

Leit mín hófst þegar ég var barn.
Ég vildi vita allt.
Frá byrjun.
Og mér nægði ekki að heyra og sjá og vitna og kunna utanbókar, það er bara partur af ferlinu.
Það var algerlega ljóst frá upphafi að ég yrði að skilja það sem lærði og læra að skilja allt að kjarna sínum og kunna að merkja eðli þess og tilgang og sögu.
Og kunna að hagnýta það.

Og þegar maður vill svör við ákaflega erfiðum spurningum sem barn, er manni kennt að lesa þungar heimspekilegar og trúarlegar bókmenntir og kennt hverja maður á að spyrja seinna.
Allir benda hver á annan og enginn veit neitt.
Presturinn, kennarinn og doktorinn.
Það er allt mjög sorglegt.

Lengi hef ég átt þennan draum að geta fengið að einangra mig algerlega í nokkra mánuði - bara til að punkta niður öll svörin sem ég hef fundið í leit minni að sannleikanum.
Það er svona að flétta saman alla silfruðu þræðina sem glóa í fortíðinni og lýsa eins og af gullnu ljósi inni í framtíðinni.
Og það er þannig sem það er...
Maður verður að elska sannleikann og þrá hann með allri sál og allri meðvitund og af öllum líkama og af öllu hjarta.

Og hann er bæði miskunnarlaus og grimmur.
Hann er það sem hann er.
Loka-svarið.
Tilgangurinn.

Sá sem þekkir sannleikann þekkir bæði gott og illt og hvað sker úr á milli.
Og þegar ég kafaði djúpt inn í dýpstu sálarmyrkur fortíðarinnar og höndlaði sannleikann um sjálfa mig og þróun mína var allt frá mér tekið.

Trú mín féll dauð
Von mín féll dauð
Kærleikurinn féll dauður

Og ég fæddist frjáls að nýju með sannleika í stað trúar, hugrekki í stað vonar og heilaga móðurást í stað náungakærleika.

Frjáls undan oki laga sem þvinga mig.
Frjáls undan oki kirkju sem heldur að hún viti eitthvað.
Frjáls frá lygavef þeirra sem kúga og meiða minnimáttar með blekkingarleikjum og svindli.

Þetta að vita hver maður er, hvað maður er, tilgang sinn, örlög og dóm - er að vera frjáls.
Og það er það besta sem leit mín að sannleikanum hefur fært mér.

Ég er það sem ég er.
Trúðu mér.

Ég er það sem ég er.

Tuesday, December 26, 2017

Þetta eru tímar seinni daga heilögu



Það er kenning hinna snargeðveiku mormóna allavega.
Og stundum er eins og lítill klúbbur af ógeðsperrum sé að reyna að setja það á svið með valdi.


Hver veit?
Hverjum er ekki sama?
Ég veit að næsta ár er mitt ár.
Árið sem ég hef beðið eftir allt mitt líf.
Það er rétt ókomið.

Og ég veit að margar milljónir munu læra sannleikann um Rómverja - hvaðan þeir komu og lygaþvættingnum sem þeir kalla trúarbrögð.

Og Róm mun brenna.
Af því það er einlæg ósk mín og þráhyggja og krafa.

Róm er búin að vera og ekkert getur varið þann helvítis illa stað.
Róm verður brennd til grunna.

Allar bækur sem minnast á Rómverja verða brenndar.
Allar styttur og líkneski og munir sem bera þeim vitni verða mulin niður.
Allt gull verður brætt niður og gefið fátækum.
Allar sögur endurskrifaðar.
Allar hetjur endurnefndar.

Og saga romar vetður þurrkuð út varanlega að eilífu svo rómar verði ekki minnst framar nokkurntíma á meðan land byggist á jörðinni.

Fari Rómverjar og helvítis skítasiðir þeirra til helvítis þaðan sem þeir komu.

Allt sem kennt er við Róm er einskis virði.
Skyrp!


Monday, December 25, 2017

Tuesday, December 19, 2017

Ég á enga tölvu

Þessvegna get ég ekki bloggað 😔

Sunday, December 17, 2017

Juss!

Ég myndi sannarlega nota þetta blogg meira ef ég ætti tölvu ☺️