Ég er að hugsa um að gera tilraun.
Og umvenda smáræði í lífi mínu um áramótin.
Það gæti orðið áhugavert.
Sjáið til.
Ég hef haft þann háttinn á - vegna innrætingar frá þjóðkirkjunni og skólakerfinu í heild sinni, að þykjast vera yndisleg úti í samfélaginu - og eftir að hafa flúið bæði skólakerfið og kirkjuna af innri vanlíðan og byggt sjálfa mig upp að töluverðu leyti. endurlærði ég það því miður aftur í sjálfshjálparsamtökum fyrir nokkrum árum, að maður ætti að gera sér upp hamingju innan um aðra svo þeim líði vel.
Og ekki ræða viðkvæm, hættuleg og ljót mál.
Alls ekki segja sannleikann og láta eins og allt sé súperfínt - alltaf.
Þetta heitir víst að vera jákvæður og í bata í einhverjum bókum.
Allt byggir þetta á svokallaðri "fyrirgefningu" sem er einhverskonar þegjandi samkomulag um að einhver megi meiða aðra - af því bara.
Að maður eigi bara að lifa hamingjusamur, sama hvað gengur á, brosa framan í heiminn og grjóthalda kjafti um fornar syndir og voðaverk.
Með þeirri einu undantekningu - að fólk má fá sér "sponsor" eða sérfræðing eða lækni eða prest og ræða þögguð mál við hann.
......................................................................
Stutta sagan af þessu máli er þannig - að ég prófaði þetta allt.
Það var fyrirfram dæmt til að mistakast með öllu.
Áttum okkur á staðreyndum.
Hvorki aðstandendur heildarútgáfu kristinna bókmennta á síðustu tvöþúsund árum, öll fyrrverandi og öll núverandi starfandi félög ásamt öllum félögum sem skráð hafa verið á markaði frá upphafi, enginn af læknastétt, lögfræðingastétt, prestar ellegar þeir félagar báðir Dauðinn og Djöfullinn - gætu þaggað mig.
Enginn getur þaggað mig.
Það er ekki hægt.
Þegar ég reyndi að vera "jákvæða heiða í bata" úti í samfélaginu gerðist tvennt.
Númer eitt.
Ég hætti algerlega að geta átt samskipti við opinbera fulltrúa yfirvalda.
Númer tvö.
Allt mitt ógeðfelldasta innra sjálf sprakk af hreinræktuðum viðbjóði á internetinu. Og hefur ekki stoppað síðan.
Þetta með jákvæðnina virkar mjög vel fyrir einhverja.
En ekki mig.
Maður er bókstaflega umvafinn af félögum - ef maður er jákvæða týpan.
Af því jákvæðta týpan,hún kvartar aldrei og verður aldrei sár.
Henni er aldrei misboðið.
Ever.
Jákvæðna týpan er líka vinsæl.
Maður er stöðugt umvafinn félagsskap.
Og það er mikið hlegið í djóki.
Andvarp.
En ég er bara svo agalega andfélagsleg að eðlisfari - að ég held að ég verði að snúa við.
Þetta virkar ekki fyrir mig.
Fyrirgefning þeirra jesúíta virkar ekki fyrir mig.
Það er út úr myndinni.
Kapút!
.....................................................................
Ég er að hugsa um að setja mér áramótaheit - og gera lífsstílsbreytingu.
Ég er að hugsa um að reyna að einangra mig algerlega félagslega.
Og hætta að hitta fólk nema bara í vinnunni og heima hjá mér.
Maður þarf víst að vinna líka.
En ég ætla líka ekki að svindla.
Og gera undantekningar frá nýju reglunni.
Það mun verða mjög erfitt að mörgu leyti.
Því ég er mjög vanaföst á hætti mína.
En ég ætla að dansa í gegnum það, þó það endi í bæði geðveiki og dauða.
Ég er nefnilega ekki svona yndisleg - eins og fólk vill að ég sé.
Og ég vil frekar vera ein - en þurfa að þykjast vera yndisleg og hamingjusöm innan um aðra.
Þannig fæ ég mikla og góða hvíld.
Ég held meira að segja að internetsturlið gæti batnað doldið við það.
Ef ég verð alveg and-sósíal.
Ég ætla allavega að reyna.
Gó ég.
Bæjó!