Tuesday, October 9, 2012

Grundvallarhugmyndin - hver var hún?

Ég spyr mig gjarnan hver hafi verið grundvallarhugmyndin með réttarkerfinu, stjórnkerfinu, símkerfinu, tryggingakerfinu, skattkerfinu og velferðarkerfinu.

Sagan segir að frumbyggjar hafi sett þessi kerfi saman í forneskju til að koma reglu á ruglið.

Og það er alveg sama hvernig ég skoða Ísland í dag - ég sé hvergi neinar framkvæmdir sem styðja við upphaflegu hugmyndirnar við þessi kerfi.

Þau voru til þess að allir gætu haft það gott. Ekki bara sumir...

Það sem kannski sárast er að horfa á sjálfstæðisbaráttu Íslendinga við kúgara sína og morðingja tapast í trylltum dansi einræðisherra í lögregluríki.

Án þess að neinn sjái ástæðu til þess að gefa því gaum og það veldur mér harmi.

Íslendingar fæddust til þess að vera frjálsir - frjáls þjóð með frjáls viðskipti og frjálsar skoðanir.
Ég sé hvergi örla á frelsi í þessu landi.
Nákvæmlega hvergi.
Ég bý í lögregluríki, þar sem skatttekjur koma allar frá almenningi og eru notaðar til þess að halda uppi hópi að getulausu fólki. Hér er skattaparadís fyrir fjármagnstekjueigindur - ekki aðra.

Í Póllandi geta háskólanemar komið saman við ströndina með bjór og tónlist og skemmt sér fram á morgun án afskipta yfirvalda.

Hér yrði hringt á Víkingasveitina....

Af hverju borgar fólk ekki almenna tekjuskatta af fjármagnstekjum?
Jáh - mér er bara fokking spurn?
Hvað mælir gegn því?

Geir Haarde?
Fjórflokkurinn?
Markaðurinn?

Hér er ennþá verið að kenna dönsku?
Er fólk vængefið upp til hópa?

Það eru til menn - karlar og konur úti í hinum stóra heimi sem búa í náinni snertingu við náttúruna án þess að skaða hana - þeir eru stundum kallaðir frumbyggjar.

Það fólk heldur uppi sóma mannkyns um þessar mundir og ég vildi stundum óska þess að ég hefði fæðst sem lítill frumbyggi í mykjukofa með stráþaki.
Með litríka hálsfesti oná maga í strápilsi að dansa regnið yfir sléttuna - með guð í æðunum og villibráð í maganum - en sama sturlunarglampann í augunum x)