Tuesday, October 9, 2012

Grundvallarhugmyndin - hver var hún?

Ég spyr mig gjarnan hver hafi verið grundvallarhugmyndin með réttarkerfinu, stjórnkerfinu, símkerfinu, tryggingakerfinu, skattkerfinu og velferðarkerfinu.

Sagan segir að frumbyggjar hafi sett þessi kerfi saman í forneskju til að koma reglu á ruglið.

Og það er alveg sama hvernig ég skoða Ísland í dag - ég sé hvergi neinar framkvæmdir sem styðja við upphaflegu hugmyndirnar við þessi kerfi.

Þau voru til þess að allir gætu haft það gott. Ekki bara sumir...

Það sem kannski sárast er að horfa á sjálfstæðisbaráttu Íslendinga við kúgara sína og morðingja tapast í trylltum dansi einræðisherra í lögregluríki.

Án þess að neinn sjái ástæðu til þess að gefa því gaum og það veldur mér harmi.

Íslendingar fæddust til þess að vera frjálsir - frjáls þjóð með frjáls viðskipti og frjálsar skoðanir.
Ég sé hvergi örla á frelsi í þessu landi.
Nákvæmlega hvergi.
Ég bý í lögregluríki, þar sem skatttekjur koma allar frá almenningi og eru notaðar til þess að halda uppi hópi að getulausu fólki. Hér er skattaparadís fyrir fjármagnstekjueigindur - ekki aðra.

Í Póllandi geta háskólanemar komið saman við ströndina með bjór og tónlist og skemmt sér fram á morgun án afskipta yfirvalda.

Hér yrði hringt á Víkingasveitina....

Af hverju borgar fólk ekki almenna tekjuskatta af fjármagnstekjum?
Jáh - mér er bara fokking spurn?
Hvað mælir gegn því?

Geir Haarde?
Fjórflokkurinn?
Markaðurinn?

Hér er ennþá verið að kenna dönsku?
Er fólk vængefið upp til hópa?

Það eru til menn - karlar og konur úti í hinum stóra heimi sem búa í náinni snertingu við náttúruna án þess að skaða hana - þeir eru stundum kallaðir frumbyggjar.

Það fólk heldur uppi sóma mannkyns um þessar mundir og ég vildi stundum óska þess að ég hefði fæðst sem lítill frumbyggi í mykjukofa með stráþaki.
Með litríka hálsfesti oná maga í strápilsi að dansa regnið yfir sléttuna - með guð í æðunum og villibráð í maganum - en sama sturlunarglampann í augunum x)

Sunday, September 9, 2012

Alvöru fréttir

Ný nálgun
-hér að neðan fara persónulegar túlkanir mínar á fréttum, skoðanir sem teljast frjálsar til tjáningar í fjölmiðlum á meðan land er byggt.


Frétt númer eitt gefur a.m.k. þrennt til kynna.
Hið fyrsta. Það virðist ógerlegt að uppfylla skilyrði samninga um styrki vegna reglugerðarfrumskógar innan ESB.
Hið annað. Þetta fólk sem fékk styrkina - má ekki lengur framleiða náttúruvöru sína í heimabyggð.
Hið þriðja. Ef þau ríki sem fengu þessa styrki (og þurfa nú að horfast í augu við mestu hækkun á matvöru frá upphafi tíma),  gangast við þessari ofbeldisfullu valdaránstilraun Framkvæmdastjórnarinnar - eina raunverulega Valdsins innan ESB - með þegjandi samþykki, er fjandinn laus í Evrópu! 

Veskú:
http://www.visir.is/33ja-milljarda-bakreikningur/article/2012709089919






Frétt númer tvö er enn eitt púslið í stóra mynd:
Þetta ætti hver og einn að ígrunda afar djúpt út frá þeim fjárfestum hérlendis sem hafa það fyrir venju að ryksuga upp náttúruauðlindir fólks sem býr við evrópusambandsvædda stjórnsýslu í formi hjálparstarfs í þriðja heiminum.

Góða veiði í Malaví - helvítis viðbjóðurinn fv. bæjarstjóri Hafnarfjarðar sem grínlaust, verður þeirri þjóð til ráðgjafar um stjórnsýslulagagerð - þrátt fyrir að skilja eftir sig hamfaraslóð í siðlausri og ábyrgðarlausri fjármálastjórn og vera fráleitt hæfasti umsækjandinn. Og ráðherra ætlar ekki einusinni að biðjast afsökunnar á því að ráða félaga sinn eftir árás(?) fjölmiðla, hvað þá útskýra hvaða fávitagangur þetta er?

Klárlega ein af mest spennandi fréttum nútímans - jafnvel stærra en Assange!

Veskú:
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2012/09/09/saenskum_bladamonnum_jafnvel_sleppt/

Og svo að lokum af því ég er eins og ég er...
......það má vera fáviti og það má flissa x)

Wednesday, September 5, 2012

Grein 111 í tillögum stjórnlagaráðs!

Það á að gefa Jóhönnu Sigurðardóttur fullt leyfi fyrir að samþykkja að framkvæmdaráð ESB fari með öll völd í landinu án þess að þjóðinni komi það við.

Þeir sem nenna ekki að kynna sér lið eitthundrað og ellefu í tillögum að nýrri stjórnarskrá - mega gjarnan flytja erlendis og vera þar að eilífu. Þeir hafa hvort eð er engan áhuga á öðru en að selja börnin sín í þrældóm svo þeir geti nú örugglega mætt í nýju dressi á næsta fyllerí í stjórnsýslunni eða viðskiptalífinu.

Ég vona að þetta tiltekna fólk fái krabbamein í hjartalokurnar.

Já!
Krabbamein með meinvörpum og botnlausum sársauka - höfnun samfélagsins og drep í heilann.

Annað var það ekki í bili.

Tuesday, March 13, 2012

ADHD

Ég er með kenningu um adhd.
Ég held að það sé ekki sjúkdómur. Ég held að það ætti enginn að reyna að lækna það ástand. Ég held að þeir sem greinist með adhd séu börn sem fá ekki það sem adhd börn þurfa heima hjá sér og ég held að þeir sem greinist séu afar fáir af þeim stóra hópi sem er svona frá fæðingu.
Ég hef spurt sjálfa mig að eftirfarandi spurningu án þess að nokkur geti svarað henni fyrir mig og mig langar að auglýsa eftir vangaveltum um málið. Um möguleikann að ég geti haft rétt fyrir mér hvað þetta varðar.
Hvar eru adhd börnin sem gengur vel í lífinu?
Þessi sem fá ekki greiningu af því þau fá nákvæmlega þann félagslega og tilfinningalega stuðning sem þau þurfa frá byrjun og valda þessvegna samferðafólki sínu síður truflun.
Ég er ekki greind með adhd ennþá. Ég efast um að ég láti greina það hjá mér. Ég er búin að fá svo margar tilgangslausar greiningar að mér er í sjálfu sér skítsama hvað Einhverjum Einhverssyni finnst um andlegt heilbrigði mitt. En ég tengi ákaflega sterkt við bækling adhd samtakanna um stúlkur og adhd.
Það veldur mér ekki bara óhug og sorg að þennan bækling lesi foreldrar sem trúa því að dætur þeirra gætu þurft spítt til þess að ná stjórn á lífi sínu á barnsaldri - heldur fór ég hreinlega að gráta þegar ég sá hvaða einkenni adhd stelpur eiga sameiginleg. Þar gefa samtökin sér orsakir og f0rsendur sem ekki bara niðurlægja einstaklinga út frá kyni - heldur er hamrað á því að hægt sé að breyta þessum stúlkum í hljóðar og prúðar englastelpur með því að uppræta eðlislæg einkenni þeirra.
Að börn "þjáist" af adhd er líka viðbjóðsleg framsetning á ástandi sem er ólæknanlegt með öllu.
Ég trúi því nefnilega að ofvirkni sé ekkert neitt of. Það er einfaldlega viðvarandi meiri virkni og það getur verið skaðlegt fyrir barnið að stöðugt verið að halda aftur af því og banna því að vera eins og því er eðlilegt. Pabbi minn var látinn læra að skrifa með hægri af því það var ekki "eðlilegt" að vera öfugur og skrifa með vinstri.
Ef ég er ofvirk veit ég að þörfin fyrir hreyfingu er jafnsterk og þörfin fyrir að fara á klósettið.
Ég upplifi skólagöngu mína sem einn allsherjar terror.
Af því að það var aldrei vinnufriður. Ég þarf algjöran frið til að læra. Ef ástandið í skólastofunni var þannig að þar var ekki þögn og friður - náði ég hvort sem er ekki að festa hugann.
Ég lærði að lesa og skrifa heima hjá mér áður en ég fór inn í skólakerfið og það varð menntunarlegri framtíð minni til bjargar.
Af því ég get ekki verið kyrr og steinþagað nema í afar stuttan tíma í einu og þarf líkamlega útrás á hverjum einasta degi. Það hefur nákvæmlega ekkert breyst en kemur ennþá í veg fyrir að ég fari aftur í nám.
Af því að þær reglur sem voru settar voru ólög sem aldrei var farið eftir. Það er mín reynsla að maður geti beygt og brotið allar reglur í skólakerfinu án þess að það hafi nokkrar afleiðingar. Maður kjaftar sig bara út úr vandræðunum, aftur og aftur og aftur og aftur og aftur......
Það er mín trú að þau börn sem í dag eru kölluð foringjaefni og efni í afreksíþróttafólk séu einmitt hinn endinn á adhd flórunni. Einstaklingarir sem við lítum öll upp til og viljum líkjast. Hetjur sem láta að sér kveða með sjaldséðum innri krafti og marka djúp spor í líf þeirra sem fylgja þeim.
Ég ætla aldrei að líta á barn með adhd sem gallaðan eða veikan einstakling. Ég ætla að líta svo á að það barn hafi möguleika sem barn með lága virkni getur aldrei látið sig dreyma um.
Hetju og Hollywooddraumar geta ræst hjá þeim hafa POWER!
............ekki hinum

Saturday, March 10, 2012

Þroskaröskunarheftun


Ég er einkar ófullkomin mannvera. Dómhörð með eindæmum og svarthvít í hugsun. Til þess að halda sönsum reyni ég stöðugt að koma heildarmynd á heiminn og mannfólkið en ég veit að það verður aldrei neinn allsherjarsannleikur sem kemur út úr þeim fálmkenndu þreyfingum.
Minn sannleikur verður aldrei annað en minn. Og hann verður aldrei endanlegur því ég er stöðugt að þroskast og breytast. Á hverju ári fæ ég aukinn umburðarlyndiskvóta og þegar ég verð orðin gömul og grá, reikna ég með því að hafa öðlast gjöf friðarins í hjartanu. Stundum held ég að það sé snilldin í þessu öllu. Þegar ég get horft á og fylgst með öðrum án þess að finna nagandi þörf fyrir að tjá mig um það eða dæma það - þá verð ég loksins orðin fullorðin. Þegar ég hætti að leika Guð og fæ að vera gott og hlýðið barn.
En það er þannig með þroskann. Hann á það til að vera sársaukafullur. Sérstaklega fyrir egóið. Ég finn fyrir líkamlegum höfnunarviðbrögðum þegar fólk reynir að þrýsta á samvisku mína og benda mér á að ég sé að haga mér eins og barn. En friðurinn sem fylgir því að gera rétt er einfaldlega það langstærsta og langbesta sem ég hef upplifað og þannig svo stærsta ráðandi aflið í lífi mínu að ég er háð því að reyna að laga til rangindin og reyna að vera góð.
Miðað við hversu stjarnfræðilega oft ég hef haft rangt fyrir mér og framkvæmt eins og fáviti - held ég að ég sé þessi týpa sem þarf einhverskonar kerfisbundið samviskukerfi til að minna mig á það - daglega og helst oftar - að ég er ekki Guð, ég er ekki betri og ég ber ábyrgð.
Það var nú allt =)

Wednesday, January 11, 2012

Nýja hæpið

Sem fullkomlega vanhæf þegar kemur að sagnfræðilegum staðreyndum hef ég búið til eigin veruleika í formi atburðarásar í tímaröð. Má vera að einhvern veruleika sé að finna í annars heimatilbúnum staðreyndavillum, en það má líka vel vera að allt sé uppspuni frá rótum.


Ég held að íslenska þokkadísin sé búin að fá nóg af hæpinu. Hún nennir ekki lengur að þrífa og þvo og skeina og smæla og bjóða og þiggja og gefa endalaust. Batteríin eru tóm og þau verður að hlaða í háskóla ef ljóskan á ekki að ganga af vitinu. Sérstaklega ef íslenski víkingurinn er afbrýðisamur eða í fýlu á kantinum.


Alveg frá því að fyrsti tyggjópakkinn lenti hér á skerinu fyrir misskilning sem kallast heimsstyrjöldin síðari, hefur íslenska þokkadísin haft nef fyrir því hverjir stjórni heiminum. Og hún hefur í áratugi kosið að auka kyn sitt með mönnum sem leggjast í víking (rétt eins og stöllur hennar í suður ameríku og eru íslenskum sjómönnum vel kunnugar (sumir-sumar)) og ráða yfir mörgum þrælum. Hvernig sem tíðin hefur verið, hefur það aldrei klikkað að íslenska þokkadísin þefar uppi karlmennsku og velgengni hvors sem hana er að finna í sterkum höndum, hyggindum eða hugrekki.


Veruleikafirrtir sérfræðingar með útlitsdýrkunarheilkennisrof á lokastigi sem trúðu alltaf heitar á skoðanakannanir er sannfæringu sína – hættu að virka sem söluvara eftir hrunið og fjölmiðlar auglýstu eftir nýrri ímynd karlmennsku.


Íslenski víkingurinn kom aldrei sérstaklega vel út í samanburði við hollívúddseraða smjörkúka framleidda af samkynhneygðu fólki með átröskun. Það er alveg á hreinu. Í áratugi hefur JR- dressmann-bondinn verið hin upphæpaða karlmennska vesturlanda og það vissu margar eitursnjallar íslenskar flugfreyjur. Eins og frægt er orðið. En svo gerðist svolítið merkilegt.


Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvar fræið náði að spýra – ég held að það hafi svolítið verið að gerjast síðan Dorrit tók fyrstu listalopalúðana undir sinn verndarvæng af því hún sá að þarna var ónýttur akur – margra þúsund ára velgengni bundinn í klafa af tískustjórnendum elítunnar.


Ég veit hinsvegar hver trendsetterinn er.


Hann heitir Fúsi og var í íslenska handboltalandsliðinu. Hann er holdgerfingur hinnar “nýju” karlmennsku. Á eftir honum honum hafa menn sem neita að líta út eins og hollívúddsmjörkúkar aftur og aftur skorað bæði á íslands og heimslistanum í ofurkarlmennsku. Þeir sem hafa tekið Fúsann á málin eru til dæmis hálf íslenska karlþjóðin, Mugison, næstum allir sem eiga disk með Skálmöld og ásatrúarfélagið (sem voru reyndar með þetta allan tímann).


Ég veit ekki hvort hægt er að skilja hvert ég er að fara með þessu. Til þess að lýsa best því ástandi sem ríkir hérlendis þá er það svona:


Íslenska þokkadísin hefur látið eftir sæti sitt sem aðalaðdráttarafl erlendra ferðamanna (næst á eftir náttúrunni) vegna þess að nú getur íslenski þokkapilturinn ekki bara farið olinn hér heima – hann getur farið olinn globallí. Og unnið. Hann getur orðið HIN NÝJA KARLMENNSKA HEIMSINS !


Þetta vita menn sem búa til hollívúddmyndir og ráða fyrirsætur – gangi ykkur vel drengir mínir....

...þið rúllið þessu upp =)