Wednesday, September 28, 2011

Vampíra




Ég er með torkennilegan sjúkdóm.

Hann lýsir sér þannig að ég virka alveg eins og vampíra:

Þoli ekki beint sólarljós nema að húðin steikist og meðvitund slokkni
Líkaminn neitar að vinna járn úr fæðu
Ólýsanleg velgja fyrir öllum mat
Misgott innræti

Kannast einhver við að hafa orðið að vampíru?
Er til eitthvað við þessu (annað en hvítlaukur, sem virkar alls ekki)?

Jah! Nú eru góð ráð dýr...

Tuesday, September 27, 2011

Alheimstrixið




Það er ekki leiðinlegt að fá hrós =)


Einhvernveginn hefur það orðið svo síðustu mánuði að hið undarlegasta fólk er að hafa uppi á mér og biðja mig um að spá fyrir sér. Sem er mér bæði ljúft og skylt.

Einkum og sér í lagi vegna þess að ég er ekki skyggn og þykist ekki vera það.

Mér líkar það vel að koma að gagni þó ekki sé nema til þess eins að gefa fólki tíma til þess að huga að sálarlífi sínu á eigin forsendum án þess að eiga það á hættu að vera sent út með greiningu og lyfseðil. Ég finn að fólkið sem setur sig í samband við mig er oftar en ekki í einhverri krísu og finnur ekki leið út. Ég held að það sé einfaldlega auðveldara að þyggja góð ráð, frá bláókunnugri manneskju, sem ekki fylgja neinar kvaðir eða eru settar fram sem einhver skilyrði. Þannig er ég allavegana.

Og ef það virkar að leiða hugann að fyrirfram ákveðnu kerfi og leyfa sér að kafa ofan í þúsund ára gamlar vangaveltur um tilgang lífsins, endurskilgreina forsendur eigin hamingju eftir því sem maður þroskast og breyta áherslum hins daglega lífs á þann veg sem gefur fleiri hamingjumínútur, ætla ég að halda áfram að reyna þá aðferð fyrir sjálfa mig og þá sem mér þykir vænt um.

En ég er nottlega bölvuð norn og tek ekkert tillit til þeirra viðkvæmu skoðana sem fólk kann að hafa á því sem ekki hefur verið sannað með endurteknum tilraunum.

Góðar stundir.

Sunday, September 18, 2011

Hvar er umboðsmaður fátækra?



Þeir sem ekki geta varið sig lagalega gagnvart ríkinu og sveitarfélögum og hafa engan nátengdan til þess að ganga í málin fyrir sig af festu, eiga mest bágt á Íslandi. Velferðarþjónustan er hönnuð utanum sterka félagslega einstaklinga.

Við búum í landi þar sem þar sem öllum á að vera tryggt húsaskjól og lágmarks framfærsla. Þetta er tryggt með lögum um félagsþjónustu, barnalögum, stjórnarskránni o.s.frv. . En þessum lögum er ekki framfylgt. Og það sem er verra, er að hluti þess fólks sem starfar við að veita þessa þjónustu, hefur líkt og Bjarnfreðarson – misskilið – hlutverk sitt innan kerfisins.

Stjónmálamönnum ber að fara að þessum lögum – og þeir bera ábyrgð á því að allir þeirra undirmenn geri slíkt hið sama. En þegar stjórnmálamenn senda starfsfólki sínu þau skilaboð að engir peningar séu til skiptana til þess að fæða og klæða fátæksta fólk landsins – hefur sama starfsfólk tilhnneygingu til þess að verja borgarsjóð eða ríkissjóð fyrir ágangi fátækra.

Það er ekki góð pólitík!

Þegar heimatilbúið hallæri ríkir í landinu (eins og núna) og fólk sveltur – er það fyrir neðan allar hellur að pólitíkusar skuli halda því fram að engir peningar séu til. Það er til marks um algera kúgun og uppgjöf að tala um fjárskort og glöggt merki um að viðkomandi hafi týnt tilgangi sínum í fjölmiðlaveislu sem er keyrð áfram af peningum. Fram að hruni og á hverjum degi síðan, er bara ein tegund af fólki sem er á 100% frípassa þegar kemur að réttlæti. Það fólk og fyrirtækin sem það á, hleður á sig þykku spiklagi í hverjum mánuði á kostnað allra sem búa í landinu. Þetta eru eigendur fjármálafyrirtækja. Sumir meira að segja íslenskir.

(þessa íslensku sé ég fyrir mér drekka blóð úr ungabörnum og sleikja útum, rymjandi af græðgi)

Þetta fólk ræður yfir meiri peningum en restin af landanum samanlagt. Og þetta fólk má ekki skattleggja. Af því það borgar fyrir auglýsingar stjórnmálaflokka og sturtar peningum í vasa þeirra sem ráða. Og það er nú allt sem er. Ósköp einfalt.

Í hvert skipti sem þið heyrið um niðurskurð, fátækt, matargjafir, hættuleg leiktæki við leikskóla og svöng gamalmenni, skuluð þið vita, að á bak við niðurskurðinn er feitt svín að rúnka sér með hjálp stjórnmálamanns og það er einbeittur brotavilji gagnvart þeim sem síst geta varið sig.

Og helvíti bara.