
Þeir sem ekki geta varið sig lagalega gagnvart ríkinu og sveitarfélögum og hafa engan nátengdan til þess að ganga í málin fyrir sig af festu, eiga mest bágt á Íslandi. Velferðarþjónustan er hönnuð utanum sterka félagslega einstaklinga.
Við búum í landi þar sem þar sem öllum á að vera tryggt húsaskjól og lágmarks framfærsla. Þetta er tryggt með lögum um félagsþjónustu, barnalögum, stjórnarskránni o.s.frv. . En þessum lögum er ekki framfylgt. Og það sem er verra, er að hluti þess fólks sem starfar við að veita þessa þjónustu, hefur líkt og Bjarnfreðarson – misskilið – hlutverk sitt innan kerfisins.
Stjónmálamönnum ber að fara að þessum lögum – og þeir bera ábyrgð á því að allir þeirra undirmenn geri slíkt hið sama. En þegar stjórnmálamenn senda starfsfólki sínu þau skilaboð að engir peningar séu til skiptana til þess að fæða og klæða fátæksta fólk landsins – hefur sama starfsfólk tilhnneygingu til þess að verja borgarsjóð eða ríkissjóð fyrir ágangi fátækra.
Það er ekki góð pólitík!
Þegar heimatilbúið hallæri ríkir í landinu (eins og núna) og fólk sveltur – er það fyrir neðan allar hellur að pólitíkusar skuli halda því fram að engir peningar séu til. Það er til marks um algera kúgun og uppgjöf að tala um fjárskort og glöggt merki um að viðkomandi hafi týnt tilgangi sínum í fjölmiðlaveislu sem er keyrð áfram af peningum. Fram að hruni og á hverjum degi síðan, er bara ein tegund af fólki sem er á 100% frípassa þegar kemur að réttlæti. Það fólk og fyrirtækin sem það á, hleður á sig þykku spiklagi í hverjum mánuði á kostnað allra sem búa í landinu. Þetta eru eigendur fjármálafyrirtækja. Sumir meira að segja íslenskir.
(þessa íslensku sé ég fyrir mér drekka blóð úr ungabörnum og sleikja útum, rymjandi af græðgi)
Þetta fólk ræður yfir meiri peningum en restin af landanum samanlagt. Og þetta fólk má ekki skattleggja. Af því það borgar fyrir auglýsingar stjórnmálaflokka og sturtar peningum í vasa þeirra sem ráða. Og það er nú allt sem er. Ósköp einfalt.
Í hvert skipti sem þið heyrið um niðurskurð, fátækt, matargjafir, hættuleg leiktæki við leikskóla og svöng gamalmenni, skuluð þið vita, að á bak við niðurskurðinn er feitt svín að rúnka sér með hjálp stjórnmálamanns og það er einbeittur brotavilji gagnvart þeim sem síst geta varið sig.
Og helvíti bara.