Tuesday, August 30, 2011

Dagur Eitt




Það var taugaveikluð miðaldra kona sem fálmaði sig niður tröppurnar í Stóra Salnum í Kennó (sem heitir einhverju þjóðlegu nafni sem ég man ekki) og tróð sér framhjá röð af fólki á neðsta bekk.
Einhver blómleg bóndadótturleg stúlka var að útlista frábærleika nemendafélagsins með heimakynningarrödd á meðan þessari miðaldra tókst að flækja kápuna sína í stígvélinu og dansa trylltan jafnvægisdans fyrir framan mörghundruð nýnema, á meðan egóinu blæddi út.

Í framhaldinu gat ekkert farið öðruvísi en þannig:

-að röðin af fólkinu sem konan tróð sér framhjá var stjórnarelíta Kennó (aka menntavísindasviðs hí).

Og hvert af öðru stóðu þau upp og héldu háleitar ræður um allskonar sem ég missti af vegna taugablakk-áts!

Allar frekari hugmyndir um kennarahösl eru út af borðinu í bili.
Nú reynir á framheilann!