Monday, February 28, 2011

Að gera vel




Ég hef alltaf sett hamingju-mælistikuna mína á afköst.
Og það er vængefið og lítt líklegt til árangurs.
Það veit sá sem hefur á ótrúlegan hátt, læknast bæði af ofsakvíðaköstum og viðvarandi alvarlegri kvíðaröskun. Sem var hvorki sjálfgreint ástand né sjálfmeðhöndlað.

Það er nefnilega svo miklu skynsamlegra að gera vel en hratt. Með því að vanda sig og halda sig við efnið af natni og ástúð, verður til umtalsverður frjáls tími. Af því að með því að halda áfram með það sem maður er að gera, potast maður stöðugt áfram. Og maður finnur til fullnægju við að ljúka hlutunum, eins vel og maður gat. Meira getur það einfaldlega ekki orðið.

Tíminn minn er ekki peningar. Tíminn minn er líf mitt.

Þegar tíminn er búinn er allt búið. Það verður ekki tími seinna, til að njóta. Hvorki þegar námið er búið, börnin hafa stækkað, fyrirtækið verður stöndugra, þegar maður er orðinn frægur, þegar maður er orðinn grannur eða þegar maður er loksins hættur að vinna.

Nákvæmlega núna er rétti tíminn til þess að njóta.

Njóta þess sem maður er að fást við. Finna hvernig hver einasta athöfn dagsins í dag hefur þann eina tilgang að gera mann hamingjusaman. Finna lykt og snertingu, heyra orð og hljóð, sjá fegurðina í öllu sem tilheyrir alheiminum. Og fíla það í botn.

Að kjósa að verja tíma sínum í volæði og vesen er glötuð afstaða og ég nenni ekki mæla hamingju mína lengur með peningum, afköstum, framleiðni, skilvirkni, hagnaði, lausnum eða sigrum.

Ég ætla að mæla hamingjuna mína með hjartanu.

Thursday, February 24, 2011

Samfélagið í nærmynd og aðrar hrokafullar afstöður



Ég hlustaði á RUV í dag.

Það er gamall vani að stilla á Gufuna og láta sprenglærða spekúlanta reyna sitt besta að fá mann til þess að kaupa fremur þeirra takmörkuðu sýn á lífið en hinna lítt menntasjóuðu. Róar mann.

Í dag fór það all verulega í taugarnar á mér þegar þrír vitringar settu vegagerð og jarðgöng ítrekað undir sama hatt og "reddingar" og stóriðja hinsvegar.

Hvaða helvítis rugl er það?
Með hvaða rökum má afgreiða vegagerð og stóriðju á sama hátt?
Byrjar hið illa á að byggja veg?
Og svo koma spilltir verktakar og kæfa allt í stóriðju í kjölfarið?

Til þess að byggja upp gott og skilvirkt samfélag, verða samgöngur að vera til fyrirmyndar.

Þetta vita öll góð samfélög. Alls staðar á jörðinni. Og það er alltaf fylgni á milli fátæktar og lélegra samgangna. Það er til dæmis þegar afar fámenn svæði fá ekki þá þjónustu og þau lífsgæði sem því fylgja að vera þátttakandi í því samfélagi þar sem þau greiða skatta.

Í annan stað má nefna þá vísindalega mældu staðreynd að hlutfall gistinátta í ferðaþjónustu við erlenda gesti er lægri á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni. Þarna er stærsti vaxtarsprotinn og sífellt meira leiðandi afl í íslensku hagkerfi um að ræða.
Það strandar allt á samgöngum.

Sem nú eru talaðar niður sem aldrei fyrr og jafnvel þó.....


.....tryggari og hraðari samgöngur gætu stuðlað að betri nýtingu á ferskvöru til lands og sjávar. Norrænn veitingastaður með norræna matarhefð var valinn Besta veitingahús í heimi 2010.
......Betri heilsugæslu og betri viðbrögðum við farsóttum, jarðhræringum, slysum og stuðlað að bættari almennum almannavörnum.
.......auknu streymi vinnuafls, auknu streymi ferðamanna, auknu streymi fræði og vísindamanna og aukið streymi á vörum og þjónustu.
.......aukið og jafnara streymi á skotsilfri.

Ef það á nú að fara að selja mér einhverjar aðrar hugmyndir um samgöngur þá get ég ekki beðið...you just try....

Sunday, February 20, 2011

Trix sjálfspróf - fyrir fullorðna

Þetta sjálfspróf er mesta trix sem ég hef séð lengi..

Þetta er svona sálfræðipróf sem reiknar út hvernig persónuleika maður hefur. Þeim mun meiri vinnu sem maður leggur í að svara, þeim mun nákvæmari verður niðurstaðan.

Maður fær sér blað og blýant og skrifar prósentutölu fyrir framan hverja fullyrðingu.
Prósentutalan sýnir hversu sammála maður er fullyrðingunni.

dæmi:

Framsóknarmaður = Fáviti
Ef ég held að 35% framsólknarmanna séu fávitar, set ég þá tölu fyrir framan 1.
Og svo koll af kolli.

  1. framsóknarmaður = fáviti

  2. feitur einstaklingur = viljalaus

  3. kristinn = illa upplýstur

  4. sjálfstæðismaður = spilltur

  5. kvenréttindakona = öfgamanneskja

  6. vísindamaður = líklega með einhverfu

  7. hollywoodstjarna = athyglissjúklingur

  8. fréttamaður = keypt skoðun

  9. ofvirkur = illa upp alinn

  10. vinstri grænn = kommúnisti

  11. kennari = nennir ekki að vinna

  12. bankastjóri = hrokagikkur

  13. háskólastúdent = nennir ekki að vinna

  14. úti á landi fólk = illa upplýst

  15. alkóhólisti = viljalaus

  16. íþróttafólk = frekar heimskt

  17. stöðumælavörður = vinalaus

  18. múhameðstrúar = terroristi

  19. hommi = perri

  20. höfuðborgarbúi = afæta

  21. listamaður = takmörkuð greind

  22. útlendingur á Íslandi = glæpamaður

  23. internetið = slæmt

  24. morgunhani = sennilega ofvirkur

  25. samfylkingarsinni = aumingi

  26. fyrirsæta = átröskunar/geðsjúklingur

  27. reykingafólk = illa gefið fólk

  28. þunglyndur = fýlugjarn

  29. búddisti = gulur

  30. bandaríkjamaður = feitur fáviti


Ókey.

Núna ertu komin með yfirlit yfir skoðanir þínar.

Skref númer tvö er að standa fyrir framan spegil og segja hátt og snjallt "Ég er" og lesa upp orðið sem stendur fyrir aftan samasem-merkið í þeim tilfellum sem prósentutalan fer yfir 25.
Þá getur þú heyrt nákvæmlega hvað þúsundum einstaklinga þykir um þig.

Næst skaltu gera lista yfir alla hópana sem skoruðu yfir 25% hjá þér og skrifa niður nöfn þeirra einstaklinga sem þú þekkir persónulega í hverjum hóp.

Þegar fengin er vísindaleg niðurstaða í skoðanakönnunum þarf a.m.k. 1000 manns til að fá marktæka niðurstöðu.

Ef þú þekkir persónulega yfir 1000 einstaklinga í einhverjum hóp, má segja að þú búir yfir þekkingu til þess að fullyrða um þann hóp. Allt annað er einfaldlega þröngsýn og tilfinningaþrungin persónuleg skoðun þín á einhverju sem þú hefur hvorki þekkingu né færni til að fullyrða um.

Síðasti hluti sjálfsprófsins er fólginn í því að þú horfist í augu við þessa staðreynd í hvert skipti sem þú alhæfir eitthvað um hóp fólks.

Þekkirðu 1000 slíka einstaklinga með nafni?

Ef ekki, er skoðun þín ekki marktæk.

Góðar stundir.

Thursday, February 17, 2011

Í smáum skömmtum læri ég betur og betur að skilja kenninguna mína um allt




Þegar ég fer að velta allskonar hlutum fyrir mér þykir mér gott að vera ein og alveg ótrufluð í langan langan tíma.
Best þykir mér að vaka á nóttunni vegna þess að þá er minni hávaði, minni mengun, minna áreiti fólks og minni geislun (hehehe)...
Og þá get ég hugsað.
Ég er að verða aftur jafn flink eins og ég var þegar ég var lítil að láta eðluheilann í mér (litla heilann) taka yfir framheilann sem er allt of hægvirkur, enda vantengdur mænunni og drekanum.

Þeir sem skilja ekki orð af því sem ég er að segja, og halda kannski að ég sé orðin eitthvað skrítnari en ég er vön, geta hugsanlega tengt við það að maður á alltaf að segja það sem manni dettur fyrst í hug í hraðaspurningum og eins þegar maður dettur í Zónið þegar maður er að púsla og getur allt í einu raðað niður helling í einu út um allt eftir að hafa verið að rembast við að finna út fræðilega hvernig þetta gerist. Þá er eðluheilinn að vinna. Flæðistöð upplýsinga.

Fyrir mér er þetta einhvernveginn þannig að það er eins og allt detti skyndilega INN og öll skynfæri samþættist í heilanum og trixi í rauntíma. Öll frumleg hugsun hverfur á einu bretti og maður er meira eins og tölva. Og þessu ástandi fylgir einhverskonar fullnægja. Ekki beint bliss heldur er maður alveg stjarnfræðilega fúnkerandi og meðvitaður um það á einhvern ópersónulegan hátt.
Það er með hliðsjón af þessu ástandi sem ég sætti mig ekki við skilgreiningar vísindanna á tímanum. Þær eru sorglega fánýtar.

Þetta ástand er akkúrat öfugt við það þegar maður plöggar sig út úr meitrixinu og er í núinu. Eitthundrað prósent að njóta án þess að það þurfi að hafa neina sérstaka merkiningu aðra en að vera. Ég held að það sé það ástand sem sumir kalla hamingjuna og aðrir návist Guðs. Þetta ástand er hægt að kalla fram með hugleiðslu, fallegum minningum, fallegu útsýni eða hverju sem er sem manni þykir fallegt. Raunverulegt eða ekki, skiptir ekki máli.
Þetta ástand getur líka teygt á tímanum eða fryst hann. Getur farið með mann fram og aftur í tíma og til annara landa og stranda og vídda og sólkerfa. Eins og manni þóknast.

Og þá er kominn smá inngangur að því sem mig langaði að segja:
ég var soldið að fatta þetta uppánýtt áðan

Veröldin öll og allt sem í henni er, er einungis mín túlkun á því sem ég hef skynjað frá fæðingu og þessvegna hverfur hann þegar ég dey.
Alheimurinn eins og hver og einn sér hann, deyr með hverjum og einum. Einmitt þess vegna er ekkert að óttast. Þegar við áttum okkur á því að lífið er einfaldlega samsuða af okkur sjálfum og alheiminum, hljótum við líka að átta okkur á því að alheimurinn er á okkar valdi og við hljótum að geta gert við hann það sem við viljum. Ef hann er ekki nógu góður fyrir okkur, þurfum við bara að breyta okkur sjálfum og afstöðu okkar á heiminum og trix..... Heimurinn blasir við okkur nýr og ferskur.
Það er þetta vald sem við búum öll yfir sem getur gert okkur frjáls. Við ein ráðum því nefnilega algerlega hvernig við hugsum, hvernig við bregðumst við, hvaða skoðanir við höfum og hvort við ætlum að vera glöð og hamingjusöm eða bitur og reið. Að heyra einhvern segja "ég er bara svona" eða "ég get ekki" án þess að reyna, sýnir mér hversu fáránlega hraustlega hægt er að fangelsa sjálfan sig með ranghugmyndum og heimskulegum skoðunum.

Maður getur alveg mælt það vísindalega hversu réttar skoðanir maður hefur. Það er mjög auðvelt. Þeim mun lengri tíma sem maður ver hamingjusamur og frjáls, þeim mun réttari skoðanir hefur maður.

Á öllu.

Tuesday, February 15, 2011

Nýja lyfið við alkóhólisma

Í BNA er þetta víst það allra heitasta...

Læknar líka allar aðrar fíknir, átröskun og fleira.
Lyfið er ekki hannað sem slíkt en reyndist hafa þessa líka brilljant aukaverkun að lækna næstum alla óþverrasjúkdóma í heila. Mér skilst að spastískir sjúklingar fái þetta við viðvarandi vöðvaspennu.

Verði ykkur að góðu:
(sjálf segi ég pass á þetta)
1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1. HEITI LYFS
Lioresal 25 mg töflur.
2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR
Baclofen 25 mg.
Hjálparefni: Hveitisterkja.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3. LYFJAFORM
Töflur.
4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1 Ábendingar
Langvarandi síspenna (spasticity) sem á uppruna sinn í miðtaugakerfinu.
4.2 Skammtar og lyfjagjöf
Fullorðnir: 5 mg þrisvar sinnum á sólarhring, aukið á 3 daga fresti um 5 mg þrisvar sinnum á sólar-hring, í viðhaldsskammtinn 30-75 mg á sólarhring og í sjaldgæfum tilvikum yfir 100 mg.
Skert nýrnastarfsemi
Nota skal baclofen með varúð og í minni skömmtum hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Hjá sjúklingum sem eru í langvarandi blóðskilun er plasmaþéttni baclofens hærri og því skal nota sérstaklega litla skammta af Lioresal, þ.e. um það bil 5 mg/sólarhring.
Einungis má nota Lioresal handa sjúklingum með nýrnabilun á lokastigi ef ávinningurinn er meiri en áhættan. Hafa skal náið eftirlit með þessum sjúklingum snemma í meðferðinni til að hægt sé að greina vísbendingar um og/eða einkenni eitrunar (t.d. svefnhöfgi og þreyta) (sjá kafla 4.4 og 4.9).
Aldraðir
Vegna þess að líklegra er að aukaverkanir komi fram hjá öldruðum sjúklingum, skal nota mjög hófsama skammta handa þessum sjúklingum, auk þess sem fylgjast skal náið með sjúklingunum.
4.3 Frábendingar
Ekki má nota Lioresal handa sjúklingum með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.
4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun
Gæta skal varúðar þegar um er að ræða sjúklinga með síspennu sem á uppruna sinn í heila, sjúklinga með geðrofsraskanir, geðklofa, þunglyndi eða oflæti, ruglástand eða parkinsonsveiki. Fylgjast skal náið með þessum sjúklingum því framangreindir sjúkdómar geta versnað.
2
Gæta skal sérstakrar varúðar þegar um er að ræða sjúklinga með flogaveiki því krampaþröskuldurinn getur lækkað og stöku sinnum hafa komið fram krampar þegar meðferð með Lioresal er hætt sem og við ofskömmtun. Halda skal áfram fullnægjandi krampameðferð og fylgjast náið með sjúklingnum.
Í tengslum við meðferð með Lioresal getur komið fram bati á taugaröskunum sem hafa áhrif á tæmingu þvagblöðru.
Nota skal Lioresal með varúð hjá sjúklingum sem eru með:
• sögu um ætisár í maga
• heilaæðasjúkdóm
• öndunarbælingu
• skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
• ofspennu í hringvöðva þvagblöðru, því bráð þvagteppa getur komið fyrir.
Einungis má nota Lioresal handa sjúklingum með nýrnabilun á lokastigi ef ávinningurinn er meiri en áhættan (sjá kafla 4.2).
Gæta skal sérstakrar varúðar þegar Lioresal er notað ásamt lyfjum sem hafa áhrif á nýrnastarfsemi. Hafa skal náið eftirlit með nýrnastarfsemi og stilla sólarhringsskammta Lioresal í samræmi við niðurstöðurnar til að koma í veg fyrir baclofen eitrun.
Auk þess að stöðva meðferð má íhuga blóðskilun sem möguleika við meðhöndlun sjúklinga með mikla baclofen eitrun. Blóðskilun fjarlægir á áhrifaríkan hátt baclofen úr líkamanum, dregur úr klínískum einkennum ofskömmtunar og flýtir fyrir bata sjúklingsins.
Í mjög sjaldgæfum tilvikum hefur verið greint frá aukningu á SGOT, alkalískum fosfatasa og glúkósa í sermi. Því skal láta fara fram viðeigandi rannsóknir með reglulegu millibili, þegar um er að ræða sjúklinga með lifrarsjúkdóm eða sykursýki, til að koma í veg fyrir versnun þessara sjúkdóma af völdum lyfsins.
Meðferð hætt
Eftir að meðferð með Lioresal hefur verið hætt skyndilega, einkum eftir langtímameðferð, hefur verið greint frá kvíða og ruglástandi, ofskynjunum, geðrofi, oflæti eða ofsóknarkennd, krömpum (síflog), ranghreyfingum, hraðslætti, ofhita (hyperthermia) og stundum versnun síspennu (rebound phenomenon).
Ávallt skal draga hægt og rólega úr meðferðinni, með því að minnka skammta smám saman (á 1-2 vikum), nema þegar um er að ræða neyðarástand vegna ofskömmtunar eða alvarlegra auka-verkana.
Lioresal töflur inniheldur hveitisterkju. Hveitisterkja getur innihaldið glúten, en einungis í snefilmagni og er af þeim sökum talin örugg fyrir sjúklinga með glútenóþol.
4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir
Nauðsynlegt er að gæta varúðar og breyta skömmtum þegar eftirtalin lyf eru notuð samhliða.
Miðtaugakerfið
Aukin slæving eða öndunarbæling getur komið fram þegar baclofen er notað samhliða öðrum miðtaugakerfisbælandi lyfjum (samtengdum ópíóíðum eða áfengi (sjá kafla 4.7)). Mikilvægt er að fylgjast með starfsemi öndunarfæra og hjarta og æða hjá sjúklingum með hjarta- og lungnasjúkdóma og máttleysi í öndunarvöðvum.
Lyf við parkinsonsveiki (levodopa)
Hjá sjúklingum með parkinsonsveiki, sem eru á samhliða meðferð með Lioresal og levodopa, hefur verið greint frá ruglástandi, ofskynjunum, höfuðverk, ógleði og æsingi.
3
Þríhringlaga þunglyndislyf
Þríhringlaga þunglyndislyf geta aukið áhrif Lioresal og valdið mikilli slekju.
Blóðþrýstingslækkandi lyf
Gera á viðeigandi breytingar á blóðþrýstingslækkandi meðferð, því samhliða meðferð eykur blóðþrýstingslækkun.
Lyf sem hafa veruleg áhrif á nýrnastarfsemi geta dregið úr útskilnaði baclofens, sem veldur eituráhrifum (sjá kafla 4.4).
4.6 Meðganga og brjóstagjöf
Meðganga
Baclofen berst yfir fylgju og skal ekki nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til.
Baclofen sem gefið er með inntöku eykur tíðni naflahauls hjá rottufóstrum, við skammta sem eru um það bil 13-faldur sá hámarksskammtur til inntöku (mg/kg) sem er ráðlagður mönnum. Þessi fósturskemmd kemur ekki fyrir hjá músum og kanínum. Ekki hafa verið gerðar fullnægjandi samanburðarrannsóknir hjá þunguðum konum. Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt.
Brjóstagjöf
Nota má Lioresal á meðan barn er haft á brjósti.
Lioresal skilst út í brjóstamjólk, en ekki er gert ráð fyrir aukaverkunum hjá brjóstmylkingi við ráðlagða skammta.
4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla
Lioresal getur vegna aukaverkana sinna, sem eru t.d. sundl, syfja, svefnhöfgi og sjóntruflanir, haft mikil áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.
4.8 Aukaverkanir
Aukaverkanir koma einkum fyrir í upphafi meðferðar (t.d. slæving og svefnhöfgi), ef skammturinn er aukinn of hratt og þegar notaðir eru stórir skammtar. Aukaverkanirnar eru oft tímabundnar og úr þeim dregur eða þær hverfa ef skammtar eru minnkaðir. Aukaverkanirnar eru sjaldan það alvarlegar að hætta þurfi notkun lyfsins. Hjá sjúklingum með geðsjúkdóma, sögu um heilaæðasjúkdóma (t.d. heila-áfall) og hjá öldruðum sjúklingum má vera að alvarlegri aukaverkanir komi fram. Hjá sumum sjúklingum hefur komið fram aukin vöðvastífni sem svörun við lyfinu.
Rannsóknaniðurstöður
Algengar (≥ 1/100 til < 1/10)
Minnkað hjartaútfall.
Sjaldgæfar (≥1/1.000 til < 1/100)
Þyngdaraukning.
Hjarta
Mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til < 1/1.000)
Hjartsláttarónot, brjóstverkur, yfirlið.
Taugakerfi
Mjög algengar (≥ 1/10)
Slæving, svefnhöfgi/svefndrungi.
Algengar (≥ 1/100 til < 1/10)
Vönkun, þróttleysi, örmögnun, sundl, höfuðverkur, slingur, skjálfti.
Mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til < 1/1.000)
Krampar1, lækkaður krampaþröskuldur, dofi/náladofi, þvoglumæli.
4
Augu
Algengar (≥ 1/100 til < 1/10)
Sjóntruflanir, sjónstillingartruflanir (þokusýn, rangeygi, ljósopsþrenging), augntin.
Eyru og völundarhús
Mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til < 1/1.000)
Eyrnasuð.
Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti
Algengar (≥ 1/100 til < 1/10)
Öndunarbæling.
Meltingarfæri
Mjög algengar (≥ 1/10)
Ógleði.
Algengar (≥ 1/100 til < 1/10)
Meltingartruflanir, uppköst, hægðatregða, niðurgangur, munnþurrkur, truflað bragðskyn.
Mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til < 1/1.000)
Kviðverkir.
Nýru og þvagfæri
Algengar (≥ 1/100 til < 1/10)
Óeðlilega tíð þvaglát, þvagtregða, þvagleki.
Mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til < 1/1.000)
Þvagteppa.
Húð og undirhúð
Algengar (≥ 1/100 til < 1/10)
Ofsvitnun, útbrot.
Sjaldgæfar (≥1/1.000 til < 1/100)
Kláði.
Stoðkerfi og stoðvefur
Algengar (≥ 1/100 til < 1/10)
Máttleysi í vöðvum, vöðvaverkir.
Mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til < 1/1.000)
Vöðvastífni.
Sjaldgæfar – mjög sjaldgæfar (< 1/1.000)
Trufluð vöðvaspenna.
Æðar
Algengar (≥ 1/100 til < 1/10)
Lágþrýstingur.
Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað
Algengar (≥ 1/100 til < 1/10)
Þreyta.
Sjaldgæfar (≥1/1.000 til < 1/100)
Bjúgur á ökklum eða útlimum.
Koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000)
Lághiti (hypothermia).
Lifur og gall
Mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til < 1/1.000)
Óeðlileg lifrarstarfsemi.
Æxlunarfæri og brjóst
Sjaldgæfar (≥1/1.000 til < 1/100)
Vandamál í tengslum við kynlíf (getuleysi, vandamál við sáðlát).
5
Geðræn vandamál
Algengar (≥ 1/100 til < 1/10)
Ofskynjanir, þunglyndi, ringlun/vistarfirring, svefntruflanir þ.m.t. svefnleysi, vellíðunarkennd, martraðir.
1Krampar koma einkum fyrir hjá flogaveikum.
4.9 Ofskömmtun
Eitrun
Fullorðnir
100-200 mg: Í meðallagi alvarleg eitrun.
240-450 mg: Alvarleg eitrun.
0,5 g og 1,5 g: Mjög alvarleg eitrun.
1 g veldur meðvitundarleysi.
1,25 g – 2 g hafa valdið dauða.
Aldraðir
100 mg: Í meðallagi alvarleg eitrun.
Börn
120 mg handa 2 ára: Alvarleg eitrun.
75 mg handa 10 ára: Í meðallagi alvarleg eitrun.
Einkenni
Mest áberandi eru einkenni bælingar miðtaugakerfis, t.d. svefndrungi, skert meðvitund, dá og öndunarbæling.
Önnur einkenni sem komið geta fram eru: Ringl, ofskynjanir, æsingur, krampar, breytingar á heilarafriti (EEG) („burst suppression“ mynstur, þrífasa bylgjur) sjónstillingartruflanir, sjáaldur dregst ekki saman, almenn vöðvaslekja, vöðvakippir, minnkuð viðbrögð, útæðavíkkun, lágþrýstingur eða háþrýstingur, hægsláttur, hraðsláttur eða hjartsláttaróregla, lághiti, ógleði, uppköst, niðurgangur, mikil munnvatnsmyndun, hækkuð gildi lifrarensíma.
Versnun ofskömmtunarheilkennis getur komið fram ef önnur efni eða lyf sem hafa áhrif á miðtauga-kerfið eru tekin inn samtímis, t.d.: áfengi, diazepam og þríhringlaga þunglyndislyf.
Meðferð
Ekkert sértækt mótefni er til.
Meðferð í samræmi við fylgikvilla, t.d. lágþrýsting, háþrýsting, krampa, meltingartruflanir og öndunarbælingu eða bælingu á hjarta- og æðastarfsemi.
Eftir inntöku skammta sem e.t.v. geta valdið eitrunum skal íhuga að gefa lyfjakol ef skammt er um liðið frá inntöku. Fyrst eftir inntöku skammts (60 mínútur) sem hugsanlega getur verið lífshættulegur, skal íhuga magatæmingu (t.d. magaskolun) í hverju tilviki fyrir sig. Ef um er að ræða sjúklinga í dái eða sjúklinga með krampa skal barkaþræða þá, áður en magatæming hefst.
Vegna þess að lyfið skilst einkum út um nýru skal gefa mikinn vökva, ef unnt er ásamt þvagræsingu. Ef um alvarlega eitrun er að ræða, ásamt nýrnabilun, getur blóðskilun komið að gagni (sjá kafla 4.4). Komi fram krampar skal gefa diazepam i.v. með varúð.
6
5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 5.1 Lyfhrif
Flokkun eftir verkun: Vöðvaslakandi lyf, sem hafa miðlæg áhrif, ATC flokkur: M03BX01.
Lioresal er krampalosandi lyf. Það bælir eintaugamóta- og fjöltaugamóta taugaviðbrögð í mænu með því að örva GABAB-viðtaka. Þessi örvun hindrar losun glutamats og aspartats.
Lioresal hefur ekki áhrif á tauga-vöðvaboð.
Lyfið örvar seytingu magasýru.
5.2 Lyfjahvörf
Lioresal frásogast hratt og að fullu úr meltingarvegi.
0,5-1,5 klst. eftir inntöku eins 10 mg skammts næst 180 ng/ml hámarksþéttni í plasma, 340 ng/ml eftir 20 mg skammt og 650 ng/ml eftir 30 mg skammt.
AUC er í réttu hlutfalli við skammtastærð. Dreifingarrúmmálið er 0,7 l/kg og próteinbinding er um það bil 30%. Þéttni í heila- og mænuvökva er um 8,5 sinnum lægri en í plasma.
Helsta umbrotsefnið er lyfjafræðilega óvirk β-(p-klórófenýl)-4-hýdroxýbutansýra, en Lioresal um-brotnar að litlu leyti. Helmingunartíminn er 3-4 klst. og lyfið útskilst að mestu á óbreyttu formi. Eftir 72 klst. hefur brotthvarf um 75% af skammtinum átt sér stað um nýrun, þar af um 5% sem umbrotsefni. Brotthvarf þess sem eftir er af skammtinum verður í hægðum. Lyfjahvörf hjá öldruðum eru eins og hjá yngri sjúklingum.
5.3 Forklínískar upplýsingar
Lioresal hefur hvorki krabbameinsvaldandi né stökkbreytandi eiginleika.
6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR
6.1 Hjálparefni
Vatnsfrí kísilkvoða, örkristölluð sellulósa, magnesíumsterat, polyvidon, hveitisterkja.
6.2 Ósamrýmanleiki
Enginn.
6.3 Geymsluþol
4 ár.
6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu
Geymið við lægri hita en 25°C.
Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka.
6.5 Gerð íláts og innihald
Þynnupakkning.
7
6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun
Engin sérstök fyrirmæli.
Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.
7. MARKAÐSLEYFISHAFI
Novartis Healthcare A/S
Lyngbyvej 172
2100 København Ø
Danmörk
8. MARKAÐSLEYFISNÚMER
MTnr 772127 (IS)
9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS
Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 15. apríl 1971.
Dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 22. desember 2005.
10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS
21. janúar 2009.

Saturday, February 12, 2011

Sjö milljarðar




Við erum bráðum að detta í sjö milljarða.

Sem er alveg fáránlegt til þess að hugsa, þegar maður hefur verið á Gay pride og Menningarnótt og þótt margir á ferli. Örfáar hræður í rauninni. Eiginlega eru íslendingar örfáar hræður.

Samt eru fleiri plánetur en sandkorn og saga tímans lengri en hægt er að búa til mynd af í hausnum á sér. Og þrátt fyrir óendanlega smæð okkar, tilgangsleysi í stóra samhenginu og nanósekúndan sem líf okkar spannar ÞÁ ERUM VIÐ HVERT OG EITT ALVEG EINSTAKT FYRIRBRIGÐI MEÐ VALD TIL AÐ VERA HAMINGJUSÖM HVERJA STUND.


Hver fruma sem skapar með tilvist sinni möguleika fyrir tilveru minni, hefur markvissan tilgang og sá tilgangur er algerlega í mínu valdi. Ég ræð.

Ég hef tekið þann pól í hæðina að leika Guð og Örlögin og ráða. Og annaðhvort er ég endanlega orðin biluð eða ég hef loksins fundið svar.

Mig langar bara að vera ég. Hef misst áhugann á því að vera eitthvað annað. Nenni ekki að þóknast einum né neinum á neinn hugsanlegan hátt nema að það þjónu mínum persónulegu hagsmunum og geti gert líf mitt betra, samkvæmt minni eigin túlkun á hamingjunni.

Egóismi dauðans er saga mín héðan í frá sem hingað til. Burtséð frá því hvort nokkur skilji orð af því sem ég er að reyna að segja. Mér er líka orðið skítsama um það.

Og mikið er það gott.