Monday, October 11, 2010

Skömm

Mig langar svo til Kína.

Mig langar að vera innan um endalaust fólk sem veit ekki hver ég er og er skítsama. Þar sem stjórnvöld leggja meira uppúr velferð þegnanna en hér. Hversu átakanlega sorglegt sem það er.
Þar sem enginn stjórnmálaflokkur er til þannig. Allir eru skráðir í sama flokkinn við fæðingu.
Þar sem yfirvöld yfir einum og hálfum milljarði manna ná að standa saman. Stjórnvöld þar hafa gerst sek um æði margt ljótt, en ekkert sérstaklega umfram önnur ríki veraldar og ekki hafa þeir gefið auðlindir sínar og hneppt þegna sína í þrældóm.
Það sem Kínverjar hafa þó fyrst og fremst á samviskunni er að brjóta öll siðsemislög vesturlandabúa með því að afla fyrst og eyða svo. Þeir eiga svo mikinn gjaldeyrisforða að hann dygði til þess að kaupa eyjuna okkar og breyta henni í þrælabúðir. Svo eiga þeir bráðum allt á vesturströnd Afríku og nú þegar stóran hluta af fasteignum í bna. Og þeir eru rétt að byrja.

Fyrir ótrúlega stuttu síðan hélt sumt fólk að í Kína færi ekkert annað fram en pyntingar á fólki, tilviljanakenndar aftökur og grimmd. Í hugum fólks er því fræi sáð að Kínverjar hljóti að hafa gert eitthvað mjög, mjög slæmt fyrst þeir eiga allt í einu alla þessa peninga. Well, they played our game. Menntuðu hrísgrjónabændur og fundu mannauð í einstaklingum. Evil.

Mig langar til Kína.

Sunday, October 10, 2010

Afsakið

Ég biðst afsökunar á síðustu færslu.
Henni hefur verið eytt.

Wednesday, October 6, 2010

Mótmæli
Það eru margir þarna úti sem eru að velta því fyrir sér hvers vegna fólk er að mótmæla. Hvers vegna átta þúsund reiðir Íslendingar tóku sér stöðu umhverfis Alþingi og grýttu í bæði fólk og fasteignir.

Ég fór og mótmælti. Fyrir margar ástæður sem ég skal tíunda frekar hér að neðan fyrir þá sem hafa áhuga. En fyrst og fremst mótmælti ég fullkomnu getuleysi fjórflokksins til að stjórna þessu landi náttúruauðæfa og mannauðs.

Ég held að einhverra hluta vegna sé fólk almennt frekar blint á samfélagið. Við höfum verið kúguð svo lengi að við höldum að allt sé í sómanum ef við höfum það skárra en skítt. Það er alls ekki þannig. Við ættum og getum auðveldlega haft það alltaf gott. Og miklu betra en við þekkjum það.

Fyrir því eru margar góðar ástæður og sú fyrsta einfaldlega sú að við erum rík. Mjög rík. Vatnið, plássið, orkan, sjórinn, fjöllin, menntunin og fólkið er það fyrsta sem mér dettur í hug.
En það er fleira.
Hógværð er einn þeirra mannkosta sem Íslendingar telja afar mikils virði. Og að tengja peninga við áveðna hluti hálfgert klám. Það er ekki langt síðan að peningar og náttúra voru ótengjanleg fyrirbrigði. Það hefur breyst.
Hvers virði í peningum er aðgengi að loftrýmis-gæslu-svæðis Íslendinga?
Af hverju fer íslenska ríkið ekki í skaðabótamál við Breta vegna umhverfisslysins hjá BP?
Af hverju fer íslenska ríkið ekki í skaðabótamál við Moodys fyrirtækið sem lagði blessun sína yfir íslenska loftbankakerfið?
Hvers vegna er innlend orka skattlögð eins og erlend?
Hvers vegna eru rafmagnsbílar ekki tollfrjálsir og við þannig sjálfbær um orku?
Hvað fengum við fyrir náttúruauðlindirnar sem komnar eru í hendur fárra? Þetta?
Við fengum ekkert fyrir það sem var tekið frá okkur.
Því var stolið. (það er kallað það þegar við tökum frá öðrum það sem við ekki eigum)

Og það er ekkert því til fyrirstöðu að taka til baka.
Sorrí. Við fengum ekkert borgað.
Joínk.
Þjóðnýting.
Segðu orðið nokkrum sinnum í bland við orðið réttlæti.
Ókei.

Það er einhver á þingi sem hefur hagsmuna að gæta.

Það hefur sýnt sig að enginn flokkur ræður við það einfalda verkefni að vinna að hagsmunum þjóðarinnar. Flokkakerfið er ónýtt. Klíka er og verður klíka. Og hagsmunir klíunnar verða ofar hagsmunum þjóðarinnar. Það er bara þannig.

Hver vegna í andskotanum má ekki skattleggja bankana?
Getur einhver svarað því?

Ég trúi því að Jón Gnarr sé tilbúinn að standa fyrir okkur vaktina fram að fyrstu lýðveldislegu kosningunum í þessu landi.

Persókukjöri.