Friday, September 24, 2010

Föstudagshugvekja

Ísland er landið e. Hallgrím Helgason

Ísland er stjórnlaust, því enginn því stjórnar.
Ísland er fleki af dýrustu gerð.
Ísland er landið sem Flokkurinn fórnar,
Ísland á reki í sjónum þú sérð.
Ísland í forsetans orðanna skrúði,
Ísland sem bankana auðmönnum gaf.
Ísland sem sonanna afrekum trúði,
Ísland er land sem á verðinum svaf.

Íslensk er þjóðin sem allt fyrir greiðir.
Íslensk er krónan sem fellur hvern dag.
Íslensk er höndin sem afvegaleiðir.
Íslensk er trúin: "Það kemst allt í lag".
Íslensk er bjartsýna alheimskuvissan
um íslenskan sigur í sérhverri þraut.
Íslensk er góðæris átveisluhryssan
sem íslenskan lepur nú kreppunnar graut.

Ísland er landið sem öllu vill gleyma sem
Ísland á annarra hlut hefur gert.
Íslenska þjóð, þér var ætlað að geyma
hið íslenska nafn sem þú hefur nú svert.
Íslandi stýra nú altómir sjóðir,
Ísland nú gengur við betlandi staf.
að Íslandi sækja nú alls konar þjóðir,
Ísland er sokkið í skuldanna haf.

Thursday, September 16, 2010

Þversögnin um flokkun og röðunÞegar allt er flokkað og raðað, líður mér vel.
Þá er allt fullkomið.

En það er næstum aldrei þannig mjög lengi.
Þá er allt ófullkomið.

Og það er leiðinlegt.

Þessvegna ætla ég í framtíðinni að nota orðin
FLÆÐI og FERLAR yfir alla skapaða hluti.

Skilgreina allt í verkefnum sem hafa hvorki upphaf né endi, heldur þarfnast betrunar.

Þá get ég sennilega mun betur slappað aðeins af.

Er það ekki.

Friday, September 10, 2010

Penis frá Kana


R I P

Hann persónulega þekki ég ekki. Og langar ekki að kynnast.

En svona fólk vil ég kynna mér. Hvernig getur læknir verið svona fáfróður? Af hverju tekur hann sér dómsvald yfir fólki? Segist hann ekki vera kristinn?

Hvernig stendur á því að þeir sem kalla sig kristna, geta sumhverjir alls ekki farið eftir því sem Guðssonurinn boðaði? Ef þú ert að uppfylla lögmál Móse eða Abrahams í stað Jesú Krists af hverju kennirðu þig þá við Krist?

Þetta er Krist-ni.
Hann er Frelsarinn.
Allt annað en það sem má vitna í hann beint, eru orð manna sem ekki eru Frelsarinn.
Er einhver sem er ekki að skilja mig?

Síminn hjá mér er 618-2727

Ef þú ert ekki að ná þessu hringdu þá í mig og ég sel þér áskrift að tímariti.

Tuesday, September 7, 2010

Minningar af hamingjunni


Ég sat við eldhúsborðið með símann í hendinni. Ég talaði óskaplega mikið í síma í þá daga. Og drakk Kók Light. Og reykti langa gull-litaða Winstoninn. Og gekk í gallabuxum og hettupeysum. Og seldi brennivín í Valaskjálf. Átti klossa og strigaskó.

Ein stígvél samt.

Og sólin skein í heiði og ég heyrði suðið í flugunum, þytinn í trjánum, sull og skvamp, gelt og hávær gleðihróp barnanna. Ég stóð upp og gægðist út um útidyrnar.

Þarna stóðu þau ísköld, brún á kroppinn með bláar varir og blá augu. Og ljóst hár sem límdíst rennblautt við kollinn á þeim. Þau voru að basla við að láta renna úr slöngunni í litla uppblásna sundlaug og sulluðu svo á hvort annað til að hlýja sér.

Brosin
Augun
Leiftrandi hláturinn
Skríkir

.....og hlaupið af stað um alla lóð með hundspottið angnarlítið og svart hoppandi og skoppandi með þeim, gjammandi öll í kór.....

Og þá var ég hamingjusöm