Æskuárin hafa áhrif á heilsuna
Ég rakst á þetta greinarkorn á mbl.isOg ég gerði það líka skáletrað og feitt.
Ég krotaði inn í það hinar og þessar vangaveltur, með rauðu.
Mótlæti og streita á æskuárum leiðir til langtíma veikinda og styttir líf fólks, segir hópur sálfræðinga sem hefur rannsakað langtímaáhrif streitu í æsku.
Þetta eru nú alveg sláandi niðurstöður. Hvern hefði grunað að börn þyldu illa skort og ofbeldi? Að vera stöðugt á verði. Hræddur heima og hræddur í skólanum.
Samkvæmt niðurstöðum margra rannsókna bendir flest til að streita í barnæsku, vegna fátæktar eða misnotkunar, geti leitt til hjartasjúkdóma og bólguvandamála, og flýti fyrir öldrun frumna.
Sem merkir að fátæk börn halda að sjálfu sér áfram að vera baslandi, hrætt og fátækt fólk. Fæddist inn í stétt sem engin leið er út úr án hjálpar. Baggi alla tíð.
Á fréttavef BBC er vitnað í breskan sérfræðing sem segir æ fleiri vísbendingar bentu til að streita á æskuárum hafi líkamleg langtímaáhrif.
OMG. Getur þetta staðist?
Í einni rannsókninni skoðaði hópur rannsakenda hjá Pittsburgh háskólanum tengsl milli fátæktar í æsku og fyrstu merkja um hjartavandamál hjá 200 heilbrigðum unglingum.Þeir komust að því að þeir unglingar sem komu frá verst settu fjölskyldunum voru með stífari kransæðar og hærri blóðþrýsting en hinir í hópnum.
Vissuð þið að það eru bein tengsl á milli fátæktar og lífsgæða? Hahahahaha!
Þá leiddi rannsóknin í ljós að börn frá fátækari heimilum voru líklegri til að finnast nokkur tilvik stríðni meðal félaganna vera ógnandi aðstæður.Þau voru líka með hærri blóðþrýsting og hraðari hjartslátt og voru fljótari til að reiðast og sýna fjandsamlega varnartilburði en önnur börn.Að sögn Karenar Matthews, prófessors í sálfræði sem leiddi rannsóknina, eru niðurstöðurnar í samræmi við aðrar rannsóknir sem gerðar hafa verið um sama viðfangsefni.
Er það bara ég sem get séð fyrir mér hrætt ungviði. Lömb, hvolpa, kettlinga, kiðlinga, gríslinga, kálfa, folöld, andarunga og börn. Það þarf lítið til þess að styggja hrætt ungviði. En ef maður er góður við það, verður til traust.
Óöruggar aðstæður og streitukennt umhverfi leiði til þess að börn verði ofur varkár gagnvart því sem þau túlka sem ógn.„Þannig verða samskipti þeirra við annað fólk uppspretta mikillar streitu, sem eykur blóðþrýsting, eykur álag á vefi líkamans og notar upp forðabúr líkamans.“Slíkt eykur áhættuna á hjarta- og æðasjúkdómum.
Mér skilst að það sé mælanleg fylgni á milli fátæktar og vannæringar. Vannæring getur skýrt andlegt getuleysi. Sem og líkamlegt.Önnur rannsókn sýndi fram á að dauði foreldris eða misnotkun í æsku geti gert fólk viðkvæmara fyrir streitu á fullorðinsárum og jafnvel stytt líf þess
Á heildina litið er sumsé búið að sanna það loksins vísindalega að við verðum að vera góð við hvort annað og skilja engan útundan. Teygja höndina inn til þeirra sem eru villtir í myrkrinu og þjást og leiða þá út í ljósið.