Það var hann Gissur biskup Ísleifsson sem réðst í skattheimtu (sem mönnum hefur æ síðan verið í nöp við). Hún var kölluð tíund.
Þessi tíund skiptist þannig að kvart fengu fátækir, kvart fékk biskup, kvart fengu kirkjur og kvart fengu prestar. Tíundin var eitt prósent af markaðsvirði skuldlausrar eignar einstaklings, af hvoru kyni sem var, sem væri fullra sextán vetra.
Og menn borguðu, enda mátti vel eins gifta heimasætuna prestræflinum eða senda erfingjann í læri á sunnudögum.
Þetta skattkerfi hélst mjööööög lengi óbreytt miðað við lög nútímans.
Og það var af því að þau voru góð lög, þó siðferðislega hafi þau verið helzt til rýr.
Góð lög, eins og allir vita sem hlusta á tónlist, eru oftast Mjög Einföld.
Það besta sem ég sé samt við þessi lög, er að í þau eru bundin fjárlög ríkisins og tryggingastofnun á einn stað. Eitt kvikindi sem tekur við og deilir út. Eftir einni leið. Og enginn getur tekið upp á því að setja alla peningana á einn stað, því það má ekki.
Og svona var þetta eiginlega alveg óslitið til 31.desember 2005. Þá var eignarskattur afnuminn. Eftir eittþúsund ára andlegan þroska fundu stjórnvöld út að þeir sem ættu mest, ættu minnst að gefa. Áður hafði reyndar óþokki í Kaupmannahöfn hirt tíundina á móti fátæklingum en fátækratíundin var lögð niður 1914, (en það ár fannst enginn fátækur í landinu, geri ég ráð fyrir?).
Og ég verð að viðra þá skoðun mína, að þetta sé bæði ósmekkleg og kaldrifjuð þróun mála...
Ef við förum bekk tú beisikk. Hvernig á þá tíundin okkar að skiptast? Hversu fáa grunnflokka getum við fundið? Hverjum verður tryggð afkoma fyrst, banka eða barni? Ef einhvernveginn væri hægt að binda í stjórnarskrá slíka skiptingu yrði gerð árlegra fjárlaga einfaldari. Velferðin kostar þetta, á kosnað kaldrifjaðra fjárfesta, hvaðan sem þeir koma.
Svo hef ég aldrei skilið af hverju við viljum erlenda risafjárfesta hingað. Það er miklu betra að reyna að fullvinna hráefnið okkar og reyna að skara fram úr á sem flestum sviðum og vera erlendi fjárfestirinn sem allir vilja fá til sín? Er það ekki?