Tuesday, January 12, 2010

Örblogg



Mér datt sí svona í hug að kaupa mér vikuna í gær. Og las hana mér til yndisauka upp til agna. Og langar að þakka Vikunni fyrir að vera til. Mér þykir þetta blað vera sennilega besta kvennablað sem ég hef skoðað. Í blaðinu eru viðtöl við alvöru konur og eins eru forsíðumódelin úr röðum venjulegra kvenna. Ég held að blaðinu sé alls ekki ætlað að vera menningarhornsteinn í samfélaginu, heldur fremur til upplýsingar og afþreyingar.

Allavega fá Vikukonur og menn rokkstig dagsins

Sunday, January 10, 2010

Reykhás-heilkennið

Ég eins og svo margir Íslendingar um þessar mundir, þjáist af nettu Reykás-heilkenniskasti. Málið er, að þrátt fyrir stöðuga umræðu um Icesave, er maður réttsvo að ná þessu og endalaust að heyra nýjar og nýjar fréttir sem margar hverjar eru svo rosalegar að maður skiptir um skoðun. Trekk í trekk.

Eins og staðan er núna, vil ég alls ekki borga krónu vegna Icesave. Að minnsta kosti ekki fyrr en Bretar skila öllu þýfi úr British Museum til síns heima.

Það er gaman að vera til þessa dagana. Ég bókstaflega elllska vinnuna mína og er einhvernveginn allveg full af orku og gleði. Heimasætan dettur inn í skólann á morgun og verður nemandi í FB. Þá geta þau Mikki heilsast á kantinum, þrátt fyrir að Mikki minn sé fluttur í Hafnarfjörð í Fullkomið Hús Á Fullkomnum Stað (það örlar kannski ööörlítið á afbrýðisemi þarna).

Hvað sem allri pólitík líður, held ég að þjóðin þurfi og sé að byrja að gera, er að fara í naflaskoðun, enduræsa og uppdeita siðferðisvitundina og horfa aftur til gamalla gilda eins og sannsögli, heiðarleika, dugnaðar, nágungakærleika og hófsemi.

Þannig hljómar hið heilaga orð.

Wednesday, January 6, 2010

Í fúlustu alvöru




Hefur enginn á þessu landi húmor fyrir því að fokka aðeins í Tjallanum?

Jóhanna Sigurðardóttir verður að viðra þá skoðun opinberlega að Íslendingar geti ekki verið í hernaðarbandalagi með ríki sem sem skilgreinir íslenzku þjóðina sem hryðjuverkamenn og úrsögn úr bæði Schengen og Nato sé í skoðun. Að til standi að ræða við Kínverja og Rússa um loftrýmisgæslu og gagnkvæm viðskipti.

Ég þori að veðja að Obama verður búin að segja Mr. Brown að láta undan öllum okkar kröfum innan klukkutíma. Og treystið mér þegar ég segi að Mr. Brown muni hlýða.

Við getum ekki látið breta kúga okkur til hlýðni með frekju og fasisma, fjandinn hafi það.

Tuesday, January 5, 2010




Nei.

Ég styð ekki Icesave frumvarpið.
Og hvers vegna ekki?
Af því að ég ber enga ábyrgð á bankahruninu.
Og af því að ég hef enganveginn ráð á að borga annara manna skuldir.
Og af því að ég var á móti því hvernig var staðið að einkavæðingu bankanna.
Og af því að innlend stjórnvöld á tímum góðæris lögðu blessun sína yfir aðferðir útrásarvíkinga.
Og af því að stjórnvöld erlendis lögðu blessun sína yfir aðferðir útrásarvíkinga.
Og af því að eins og málin líta út í dag virðist ríkisstjórnin alls ekki vita hvað hún er að gera.
Og af því að ég trúi á íslensku þjóðina, að hún rísi upp úr volæðinu og nái sér á strik.

Það er náttúrulega skandall að menn skyldu, yfir höfuð, samþykkja að borga gjaldþrotaskuldir einkafyrirtækis, hvar sem það er nú skráð til starfa. Þetta er algert prinsipp mál og fordæmisgefandi á heimsvísu.

Segjum sem svo:

Vífilfell framleiðir nýjan drykk og setur á markað. Hluti framleiðslunar reynist eitraður og í framhaldinu deyr fjöldi íslendinga og nokkrir í Færeyjum.
Vífilfell getur ekki staðið undir bótakröfum innanlands og fer í gjaldþrotameðferð.
Geta þá færeyjingar heimtað skaðabætur af íslenskum stjórnvöldum?
Eða munu bandaríkjamenn borga brúsann af því að þaðan er varan komin upphaflega?


Jah! maður spyr sig