
Ég eins og svo margir Íslendingar um þessar mundir, þjáist af nettu Reykás-heilkenniskasti. Málið er, að þrátt fyrir stöðuga umræðu um Icesave, er maður réttsvo að ná þessu og endalaust að heyra nýjar og nýjar fréttir sem margar hverjar eru svo rosalegar að maður skiptir um skoðun. Trekk í trekk.
Eins og staðan er núna, vil ég alls ekki borga krónu vegna Icesave. Að minnsta kosti ekki fyrr en Bretar skila öllu þýfi úr British Museum til síns heima.
Það er gaman að vera til þessa dagana. Ég bókstaflega elllska vinnuna mína og er einhvernveginn allveg full af orku og gleði. Heimasætan dettur inn í skólann á morgun og verður nemandi í FB. Þá geta þau Mikki heilsast á kantinum, þrátt fyrir að Mikki minn sé fluttur í Hafnarfjörð í Fullkomið Hús Á Fullkomnum Stað (það örlar kannski ööörlítið á afbrýðisemi þarna).
Hvað sem allri pólitík líður, held ég að þjóðin þurfi og sé að byrja að gera, er að fara í naflaskoðun, enduræsa og uppdeita siðferðisvitundina og horfa aftur til gamalla gilda eins og sannsögli, heiðarleika, dugnaðar, nágungakærleika og hófsemi.
Þannig hljómar hið heilaga orð.