
Nú fer í hönd næst mesta geðveikishelgi desembermánaðar og ljóst að það styttist í hátíð ljóss og friðar. Við fjölskyldan ætlum að hafa það huggulegt. Við buðum henni Gullunóu að koma og gista og þá verður sko eldaður grjónagrautur með rúsínum og höfð köld lifrarpylsa með, kjams.
Mikki er mættur og hurfu þau heimasætan til móts við Youtube inni í herbergi svo gamla gæti fengið sér kaffisopa og sígó í ró fyrir framan tölvuna.
Annars eru fáein verkefni sem þarf að kljást við um helgina, eins og að baka piparhökuhús og skreyta, baka smákökur, kaupa Buffy the vampyer slayer season 6, þvo og strauja jóladúka, pakka jólagjöfum, fara í afmæli, þvo þvottinn, borða á KFC, kaupa jólagjafir, skrifa jólakort og finna heimilisföng á ja.is, skipta um kattarsand, horfa á Buffy the vampyer slayer og fara yfir bókhaldið...árs...
Við tökum þessu nú samt með stóískri ró og höldum okkur fjarri allri streytu og öndum í gegn um nefið. Halelúja.
Megi friður ríkja yfir yður þessa helgina strops og andi Guðs svífa yfir vötnunum....
Eyrún hin Upplýsta