Friday, December 18, 2009

Föstudagspistill 1.1




Ég varð vitni að svo miklum hryllingi í morgun að ég læt duga í dag að deila með ykkur




Ég held að þarna sé á ferðinni flottasta stuttmynd sem ég hef á ævi minni séð.....

Og hún vekur mann sannarlega til umhugsunar um hversu varnarlaus við erum hérna mannfólkið. Ef....


Ég sendi hugheilar kveðjur helgar og frís til handa öllum sem eru í gúddí fíling á föstudegi....

Friday, December 11, 2009

Föstudagspistill




Nú fer í hönd næst mesta geðveikishelgi desembermánaðar og ljóst að það styttist í hátíð ljóss og friðar. Við fjölskyldan ætlum að hafa það huggulegt. Við buðum henni Gullunóu að koma og gista og þá verður sko eldaður grjónagrautur með rúsínum og höfð köld lifrarpylsa með, kjams.
Mikki er mættur og hurfu þau heimasætan til móts við Youtube inni í herbergi svo gamla gæti fengið sér kaffisopa og sígó í ró fyrir framan tölvuna.

Annars eru fáein verkefni sem þarf að kljást við um helgina, eins og að baka piparhökuhús og skreyta, baka smákökur, kaupa Buffy the vampyer slayer season 6, þvo og strauja jóladúka, pakka jólagjöfum, fara í afmæli, þvo þvottinn, borða á KFC, kaupa jólagjafir, skrifa jólakort og finna heimilisföng á ja.is, skipta um kattarsand, horfa á Buffy the vampyer slayer og fara yfir bókhaldið...árs...

Við tökum þessu nú samt með stóískri ró og höldum okkur fjarri allri streytu og öndum í gegn um nefið. Halelúja.

Megi friður ríkja yfir yður þessa helgina strops og andi Guðs svífa yfir vötnunum....

Eyrún hin Upplýsta

Wednesday, December 9, 2009



Mig langar að pósta hérna tilmælum til þeirra er málið varðar:


  1. Í sjálfrennireið yðar er að finna litla svarta stöng. Hún er staðsett vinstra meginn við stýrið að ég held (hin stjórnar rúðuþurrkunum) og hefir þann tilgang einan, að senda skilaboð til annara í umferðinni með því að senda tilfandi ljósmerki frá sér.
  2. Þetta er gert þannig, að þegar þér hafið tekið ákvörðun um að beygja, hvort sem er til hægri eða vinsri, þrýstið þér nærri endanum á þessari stöng annað hvort upp (sem kveikir til hægri) eða niður (sem kveikir þá að sjálfsögðu vinstri) eftir því sem við á.
  3. Þér framkvæmið svo beygjuna þegar nálægt fólk í umferðinni hefur fengið ráðrúm til þess að bregðast við.

Þess má geta að notkun þessa búnaðar er lögbundin og geta brot á þessum lögum varðað amk. sektum.

Góðar stundir