Tíhí, þetta er fyndin mynd...
Ég sem alltaf hef skoðanir á öllu hef ekki beinlínis verið að flíka þeim síðastliðið ár. Bloggið er búið að vera í dauðatygjunum full lengi og tímabært að reyna að blása í það svolitlu lífi.
Aðgerðir stjórnarinnar til góðs íslenzkri alþýðu, hafa látið á sér standa og í stað þess að einsetja sér að finna lausnir í atvinnumálum landans og fjárhagslegri endurskipulagningu í ríkissjóðum hafa menn sólundað dýrmætum tíma í eitthvað helvítis ESB kjaftæði sem meirihluti þjóðarinnar hefur engan áhuga á að ganga í samkvæmt nýjustu könnunum. Launalækkanir örfárra ríkisstarfsmanna, flugbeittur niðurskurður í velferðarkerfinu og dugleysi í samningaviðræðum er ekki alveg nóg til þess að ég kunni við það að kalla mig vinstrisinnaða en ef fer fram sem horfir,, verða það einstaklingar sem með dugnaði rífa þjóðina upp en ekki ríkisstjórnin.
Legg ég á og mæli um að ríkisstjórn Íslands hysji upp um sig brækurnar og komi niður á fast land og fari að fokking vinna að lausnum á skuldum Íslendinga. Fjandinn bara hafi það!
Það er ekki hafandi eftir hvursu fráleitar og vanhugsaðar tillögur reykingaforvarnarsérfræðinga eru. Í besta falli er þessi nefnd mönnuð fólki sem á við alvarlega greindarskerðingu að stríða, en í versta falli einbeittur brotavilji gegn þeirri frumkröfu að fólk eigi að ráða lífi sínu sjálft.
Þetta er ekki spurning um hvort maður þarf að reykja smyglaðar sígarettur eða innfluttar, þetta er spurning um það, hvort við ætlum að leyfa Alþingi að banna okkur þær neysluvörur sem það telur að skaði einstaklinga eða þjóðina alla.
Áttum okkur á því, hvað gerist, ef við gefum yfirvöldum heimild til þess að ákveða með lögum hvað við látum ofan í okkur og á okkur. Skyndibitar eru líka óhollir, og sykur, og svínakjöt og ostur og hvaðeina. Að ég nefni nú áfengi til sögunnar. Ætti fullorðið fólk ekki að ráða því sjálft hvað það setur í sig og á? Eins og hver einasti maður sér, ætti að hætta öllum reykingaforvörnum sem beinast að fullorðnu fólki og allt framlag ríkisins til forvarnarmála ætti að setja inn í grunnskólakerfið. HALLÓ!
Oft var þörf en nú er nauðsyn.
Hvað olli fjármálakreppunni á Íslandi? Voru það stjórnvöld eða útrásarvíkingar? Var það Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn?
Mér þykir tíða að enginn hefur spurt þeirrar spurningar hvort Íslendingar séu einfaldlega of illa menntaðir í grundvallarfræðum fjármála. Við vitum öll að góð almenn þekking á fjármálamarkaðinum og góð menntun í grunnskóla um innviði kerfisins, skatta, lög og almenna skynsemi í fjármálum heimila hefði getað komið í veg fyrir þá fjarstæðukenndu skuldsetningu íslenzkra heimila sem varð raunin.
Í alvöru talað. Lykillinn að góðum rekstri ríkissjóðs og fólksins í landinu er menntun. Betri menntun en nú er í boði. Upplýsing þegnanna á ríkisumsvifum og hvað verður um launin okkar.
Það er ég alveg viss um.