Monday, September 21, 2009

Morgunblaðið



Ég hef alltaf kunnað að meta Moggann. Hann á sinn sess í menningarlífinu og rútínunni. Og jafnvel hátíðarvenjur eins og myndgátan á jólunum.

Af pólitískum ástæðum er ég hér með hætt að kaupa og lesa Morgunblaðið og ætla aukinheldur að sniðganga mbl.is

Og ef ég drepst, ætlast ég til að það verði tilkynnt í Fréttablaðinu.

Sveimérþá

Friday, September 18, 2009

Tjallinn er klikkaður...

Tjallin er klikkaður að halda að við Íslendingar ætlum að leyfa þeim að valta yfir okkur með frekju og dónaskap og sætta okkur við að fjármálalagareglubullið sem þeir sömdu sjálfir og buðu íslenzka banka velkomna að starfa undir, sé í fyrsta lagi okkar mál sem þjóðar og í öðru lagi að kalla okkur sem þjóð, hryðjuverkamenn.

Fokk jú.

Má bjóða ykkur að gerasvovel að steinhalda trantinum á ykkur saman og gleyma því að gefið verið frekar eftir varðandi æseif.

Ágætu Íslendingar!

Segjum okkur úr Nató og fáum Rússa til að sjá um loftrýmisgæslu.


Þetta samstarf okkar í Nató er innihaldslaust gjálfur þar sem aðildarríki sjá ekkert að því að smáþjóðir séu kallaðir hryðjuverkamenn og teknir án athugasemda í boruna af heimsveldi sem vant er að kúga smáþjóðir og þjóðarbrot.

Thursday, September 17, 2009

Meira sull...

Ekkert smá kúúúl fjölskylda, finnst ykkur ekki?

Wednesday, September 16, 2009

Myndasull







Nokkrar gamlar krakkamyndir, jei!

Það er alveg ótrúlegt að þau séu orðin þrettán og að verða sautján, djæs.

Tuesday, September 15, 2009

Taut

Tíhí, þetta er fyndin mynd...


Ég sem alltaf hef skoðanir á öllu hef ekki beinlínis verið að flíka þeim síðastliðið ár. Bloggið er búið að vera í dauðatygjunum full lengi og tímabært að reyna að blása í það svolitlu lífi.


Aðgerðir stjórnarinnar til góðs íslenzkri alþýðu, hafa látið á sér standa og í stað þess að einsetja sér að finna lausnir í atvinnumálum landans og fjárhagslegri endurskipulagningu í ríkissjóðum hafa menn sólundað dýrmætum tíma í eitthvað helvítis ESB kjaftæði sem meirihluti þjóðarinnar hefur engan áhuga á að ganga í samkvæmt nýjustu könnunum. Launalækkanir örfárra ríkisstarfsmanna, flugbeittur niðurskurður í velferðarkerfinu og dugleysi í samningaviðræðum er ekki alveg nóg til þess að ég kunni við það að kalla mig vinstrisinnaða en ef fer fram sem horfir,, verða það einstaklingar sem með dugnaði rífa þjóðina upp en ekki ríkisstjórnin.


Legg ég á og mæli um að ríkisstjórn Íslands hysji upp um sig brækurnar og komi niður á fast land og fari að fokking vinna að lausnum á skuldum Íslendinga. Fjandinn bara hafi það!


Það er ekki hafandi eftir hvursu fráleitar og vanhugsaðar tillögur reykingaforvarnarsérfræðinga eru. Í besta falli er þessi nefnd mönnuð fólki sem á við alvarlega greindarskerðingu að stríða, en í versta falli einbeittur brotavilji gegn þeirri frumkröfu að fólk eigi að ráða lífi sínu sjálft.


Þetta er ekki spurning um hvort maður þarf að reykja smyglaðar sígarettur eða innfluttar, þetta er spurning um það, hvort við ætlum að leyfa Alþingi að banna okkur þær neysluvörur sem það telur að skaði einstaklinga eða þjóðina alla.


Áttum okkur á því, hvað gerist, ef við gefum yfirvöldum heimild til þess að ákveða með lögum hvað við látum ofan í okkur og á okkur. Skyndibitar eru líka óhollir, og sykur, og svínakjöt og ostur og hvaðeina. Að ég nefni nú áfengi til sögunnar. Ætti fullorðið fólk ekki að ráða því sjálft hvað það setur í sig og á? Eins og hver einasti maður sér, ætti að hætta öllum reykingaforvörnum sem beinast að fullorðnu fólki og allt framlag ríkisins til forvarnarmála ætti að setja inn í grunnskólakerfið. HALLÓ!


Oft var þörf en nú er nauðsyn.


Hvað olli fjármálakreppunni á Íslandi? Voru það stjórnvöld eða útrásarvíkingar? Var það Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn?


Mér þykir tíða að enginn hefur spurt þeirrar spurningar hvort Íslendingar séu einfaldlega of illa menntaðir í grundvallarfræðum fjármála. Við vitum öll að góð almenn þekking á fjármálamarkaðinum og góð menntun í grunnskóla um innviði kerfisins, skatta, lög og almenna skynsemi í fjármálum heimila hefði getað komið í veg fyrir þá fjarstæðukenndu skuldsetningu íslenzkra heimila sem varð raunin.


Í alvöru talað. Lykillinn að góðum rekstri ríkissjóðs og fólksins í landinu er menntun. Betri menntun en nú er í boði. Upplýsing þegnanna á ríkisumsvifum og hvað verður um launin okkar.


Það er ég alveg viss um.

Sunday, September 13, 2009

Hver og hver og vill og verður??????

Ég á leyndarmál.....

Ég er nefnilega svona síþreyttur letihaugur með skæðum framtaksköstum í bland. Sólarhringurinn minn hefur í mörg mörg ár verið handónýtur og ég hef helst viljað vaka á nóttunni og sofa á daginn og þess vegna stöðugt að reyna að koma þessu á réttan kjöl. En þetta er grátlegur vítahringur vegna þess að maður er einfaldlega ekki með fulla meðvitund fyrr en tvö á daginn, þrátt fyrir að vera mættur í vinnu og hafa drukkið fjóra kaffibolla.

Þessi stöðuga þreyta og sljóleiki veldur því að maður er gleyminn, einrænn, þolir illa mikla birtu eða mikinn hávaða. Öll verkefni sem reyna á heilann reynast manni erfið og valda manni enn frekari þreytu og þannig koll af kolli.

Það versta við þetta er þó hvernig maður fer að þróast félagslega og andlega. Maður á erfitt með að halda uppi stöðugum samskiptum og lokar sig af. Fljótlega fer að halla undan fæti þegar verkefnin klárast ekki og maður fer að klúðra vegna streytu og kvíða. Egóið manns fer að molna og brotna og maður verður stöðugt hræddari og týndari.

Svefninn verður besta ástandið í stöðunni og hvað gera bændur þá?

Jæja ég fann lausn sem felur hvorki í sér svefnlyf eða annan óþverra sem fólk verður háð....

Ef þú vilt vita hvað það er, sendu mér þá bara e-mail á heidaskula@gmail.com

Thursday, September 10, 2009

Einn, tveir, þrír.....




Það er svo margt sem ég er að hugsa um, þessa dagana, og einhverra hluta vegna, þarf ég að hugsa í mengjum og röðum og í stafrófsröð eða eftir dagsetningu. En þá finn ég einmitt alveg gasalega þörf fyrir því að flokka allt í heiminum niður í lista og til þessa geðstrops er Blogger agalega hentugt tól.
Hér á eftir fer ógeðslisti. Og kannski, ef þú lest þetta, lærir þú að þekkja mig betur. Hver veit, kannski á þér eftir að blöskra svo heiftarlega að þú hættir að vera vinur minn á Facebook eða sendir mér blóm. Ef þú þekkir mig vel, gæti þetta tiltæki orðið til þess að umburðarlyndi þitt skaðast eða þér vex umburðarlundin.

Allavega, enter at your own risk....


Vekur upp líkamleg viðbjóðsviðbrögð:

Súrar gúrkur
Lagið “Minning um mann”
Lifur
Fólk sem heilsar þannig að það er eins og taka utanum dauðan fisk
Stórir andlitsblettir og separ með löngum svörtum hárum út úr
Kræklingur
Æla
Atvinnu mótmælendur
Deep Purple
Gröftur
Hórur
Súrar mjólkurvörur, þ.e. sem eiga að vera súrar
Kamillute
Spegilmynd mín í mátunarklefa
Hár í niðurföllum
Hrátt kjöt og hrár fiskur
Tekíla
Suttir, hvítir, mjúkir, feitir puttar á karlmanni
Kynferðisleg áreitni
Næstum allar pöddur
Fálmandi og óákveðin snerting
Álar
Sally Field
Flóuð mjólk
Skán á og í munninum á drukknu fólki (eða dópuðu)
Fiðrildi
Grape
Sú staðreynd að ég hreyfi munninn þegar aðrir tala
Næstum allur ostur
Strípihneigð
Gammeldansk
Stöðugar predikanir fólks sem segist trúlaust
Homofobia
Gulrætur
Garg á lítil börn
Maginn á mér

Wednesday, September 2, 2009

Hræsni




Hópur fólks fór í fýlu af því Óli Gríms samþykkti lögin. Og hafa fullan rétt á því út af fyrir sig. En hafið það hugfast að Óli samdi ekki textann. Hann sömdu vinstriflokkarnir við Hryðjuverkalög Breta. Ætla í fullri alvöru að láta kúga sig til hlýðni. Þá hefði ég nú haldið að yfirlýsing frá íslensku ríkisstjórninni þess efnis að Íslendingar ætluðu ekki að borga neitt, hefði verið betri.

Og ef ég man rétt þá voru það þessir sömu vinstriflokkar sem heimtuðu að Öll Mikilvæg Mál Er Snerta Þjóðina Alla skyldu umsvifalaust og með hraði lögð fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég heimta þjóðaratkvæðagreiðslu! Djöfullinn hafi það!

Ég er ekki viss hvort að fátæk alþýðan sem streymdi í Kringluna í dag sé yfirhöfuð að pæla í þessum málum. Fátæk alþýðan er kannski soltið reið og brotin, en hin stéttin á Íslandi, þeir ríku, þeim er sama.


Það er stéttin sem á að borga, við höfum ekki efni á því að hafa hástétt og lágstétt hér á landi. Það hefur sýnt sig að það er of dýrt.

Fari auðvaldið til Helvítis...