Friday, August 28, 2009

Fegurð
Það fór þó aldrei svo að konan fengi ekki enn eitt geðveikiskastið. Og það meikóver, takk fyrir takk.

Þegar búið var að kljúfa kartneglurnar af, brenna burt vörturnar, hífa tútturnar uppávið, stinga úr tönnunum, mylja úr hárinu, skera táneglur og eitra fyrir sveppum, kom í ljós að dúið er alger tímaskekkja. Ég er ekki sautján, og vil ekki vera það. Og það eru bara postulínsbrúður með bótox og viðkvæma drætti kringum þrýstnar varir sem púlla þetta ísdrottningarlúkk.

Svo ég arkaði af stað, glaðbeitt, og fjárfesti í hárfríðkum.

Ég las fylgiseðilinn vandlega og af miklum áhuga enda voðinn vís ef ekki er farið eftir leiðbeiningum í einu og öllu. Ég hafði reyndar litla trú á að ég dræpist og dagbók lögreglunnar auglýsti að kona á fertugsaldri , búsett í vesturbænum hefði látist við máttlitlar tilraunir til fegrunar. Allavega gumsaði ég einhverju úr túbu í pela, hristi duglega og grautaði í hausinn á mér. Einum og hálfum tíma seinna var ég ekki lengur ljóska.


Ég fann skilninginn, spekina, dulúðina, skapfestuna og viskuna þrýstast út í heilaberkjurnar og þrátt fyrir að ljóskan berðist hatrammlega fyrir tilvist sinni, með einum hártoppi sem ekki vildi verða súkkulaðibrúnn, beið hún bana á altari ellinnar.


Og ég er himinsæl með útkomuna.Friday, August 7, 2009

Jæja

Það fer að koma tími á nýtt blogg....