Saturday, July 11, 2009

Lukka
Ég fór í tvö partý í gær. Það var skemmtilegt. En ég keyrði nú samt heim til mín og fór að sofa fyrir klukkan alltofseint enda löng og ströng vinnutörn á enda. Og viti menn, ég svaf til klukkan fimm í dag, með smá hléi.

Núna ætla ég að gera fínt og fara svo kannski barasta út að borða og fá mér eitthvað gúmmulaði sem ég þarf ekki sjálf að elda. Namminamm.

Það er skrýtið að vera aftur svona einn í kotinu.

Bið að heilsa

Heiða

Thursday, July 9, 2009

Sorg
Fyrsti töffarinn sem ég varð ástfangin af hefur kvatt þennan heim, langt fyrir aldur fram.

Mig langar að senda fjölskyldu hans, vinum og aðdáendum samúðaróskir.

Farvel Mikjáll, þegar öllu er á botninn hvolft þá doesn´t matter if you are black or white

Þín Heiða.

Thursday, July 2, 2009


Svaka stuð í útilegu
Heimasætan og mamma í vinnunni

Alvöru mótmælendur


Gvöööð hvað ég fylltist mikilli hamingju og vellíðan þegar ég sá Bullshit þáttinn um umhverfisverndarmótmælendurna. Inn jor feis moðerfokkers.Mér hefur lengi staðið stuggur af þessum hóp og fundist hræsnin og persónupotið og peningaplokkið sem fylgir vera einstakt dæmi um hálfvitaskap og múgæsingu og það er bara ljúft að fá það staðfest.

Það er tíðindalítið á vesturvígstöðvunumn þessa dagana, mexicanzkt einvígi og Álakvíslargestir í kvöldmat og hugguleg kvöldstund framundan. Nú telur maður bara niður að ættarmóti en fram að því verður þetta svona meira borða, sofa, vinna o.s.frv.

Til hamingju með ríkisstjórnina. Ekki gleyma því hverjir bera ábyrgð á því að ríkisstjórnin þarf að skuldsetja ríkissjóð, hækka skatta og skera niður. Þeir bíða nú og fitna eins og púkinn á fjósbitanum og vonast til að kreppan færi þeim atkvæði sem þeir eiga enganveginn skilið.

Bæjó