Monday, June 29, 2009

Af erlendu bergi brotnu í útlenskan mat




Í fyrsta skipti í sögunni á ég von á matargestum í kvöld sem ég þekki ekki neitt og eru í ofanálag af erlendu bergi brotnu, það er: Vínarbúar.

Þetta ágæta fólk borðar indverskan mat, að því mér er tjáð, svo indverskt verður í matinn.

Nú er þá bara að setja potta á hlóðir og æpa sting þú páll og moka þú reka og vona að þeir Lítill, Trítill og fuglarnir komi og aðst0ði við yfirhalninguna.

Tsjuss!

Thursday, June 25, 2009

Ferðalag




Nú stefnir Das Fraulein í útilegu um helgina og sitthvað þarf að athugast áður en lagt er í hann. Tjald og dýnur og svefnpokar og sitthvað fleira.

Það er engu líkara en að svart ský syndi fyrir ofan hausinn á mér þessa dagana. Ég er óvanalega gleymin og utan við mig en vonandi rofar til í útiloftinu um helgina.


Tsjuss

Sunday, June 21, 2009

Þrefalt húrra fyrir pylsugerðarmanninum




Ég óska Grænlendingum innilega til hamingju með áfangasigurinn gegn einveldisherrunum. Jíííjhaaah!

Og ég sendi frú Sigríði Hafdísi rokkstig dagsins fyrir að hafa bjargað geðheilsu minni með lesefni í dag.

Sjálf ætla ég að hafa það gott sem eftir lifir helgar og vona að landsmenn hafi það eins og þeim sýnist.

Plön




Það er gott að plana sig fram í tímann. En það er nú þannig að þegar maður er að plana sig í útilegu yfir nótt, til þess eins að prufukeyra græjurnar fyrir ættarmótið ógurlega, er engan veginn hægt að sjá fyrir veður. Mig dreymdi reyndar hákarl síðustu nótt og mér fannst eins og fuglarnir væru hnípnir í dag svo sennilega er von á skítaveðri næstkomandi föstudag.

Jáhm. Það er eins gott þá að liggja úti í vosbúð og vitleysu og vera með einhverskonar neyðaráætlun klára ef það skyldi nú rigna alla þrjá dagana sem mótið stendur. Víst inúítar gátu búið í snjóhúsum hljóta Valkyrjur af Ísalandi að meika það í tjaldi.

Svo gæti ég líka kíkt á veðurspá!

Saturday, June 20, 2009

Húmar að kveldi





Ég hef verið bissí og í talsverðu stresskasti síðustu daga. Hef þó prjónað mér sumarveski og soðið fiskspyrðu og steikt hrossaket í bland við taugabólgur. Í dag lak ég niður í stofusófann og steinsofnaði í svosum klukkutíma og mér fannst eins og ég hefði sofið í hundrað ár að minnsta kosti þegar rofaði til. Ég bókstaflega sveif um salarkynnin og mætti uppstríluð og elegant í vinnuna með værðarljóma í augum og bros á vör.

Svo á ég líka sponsíu. Það útaffyrirsig er barasta heilmikið mál á þessu heimili.

Núna ætla ég að leggja hausinn minn á kodda og dreyma eitthvað fallegt eins og sólarlagið yfir Akranesi.

Bæó

Thursday, June 18, 2009

Veðurblíða




Nú er lag að leggja leið sína í miðbæinn og kaffihúsast. Sólin skín og fuglarnir syngja. Ég held barasta að skáldið sem blundar í mér þurfi hvað á hverju að fá að brjótast út í ferskeytlu eða jafnvel hringhendu eða þulu. Hver veit?

Annars er hver dagurinn öðrum fegurri og fallegri. Lífið kemur á óvart með þesskonar hamingju eftir langan og dimman vetur. Það var meira að segja svo bjart yfir svefnherberginu mínu að ég girti fyrir gluggana með svörtu svo ég gæti sofið svolítið í bland.

Svo væri lítið gaman að henni hamingju ef ekki væri fynd í bland. Og einhverra hluta vegna er mér ósegjanlega hætt við að sjá spaug og spé í hverju horni og grínast með grafalvarlega hluti eins og kreppukúka, besservissera og mótmælendur. Tíhíhíhíhí... Fólk með Skoðanir er nefnilega svo einsýnt og fast með hausinn í rassinum á sér að það verður að teljast fyndið að þetta sama fólk fór algerlega hamförum í óðæris-brölti og hefði hugsanlega átt að hugsa til sér meira bágts á meðan það drakk kampavín í góðærinu.

Jæja, hvað með það.
Dántán hír æ komm!

Wednesday, June 17, 2009

Lengi lifi Ísland... bezt í heimi!




Eins og hvirfilvindur rústaði íslenzka landsliðið fyrrum Júgóslefum eða Mákidónum eins og þeir kalla sig nú. Þjóðerniskenndin sýður og bullar eins og leirhver í brjósti og kreppan er víðsfjarri á þessum stórkostlega þjóðhátíðardegi.

Í tilefni þess ætlar húsfreyja að panta flatböku frá Dómínós og splæsa jafnvel í ís á eftir.


Gleði gleði gleði....

Friday, June 12, 2009

Blogg númer hundrað

Og hver er komin í meðferð, búin að vera edrú í rúmar þrjár vikur og hættur að reykja?



Ég





.

Wednesday, June 10, 2009

Póstur númer níutíuogníu




Jáhm.. Ég hef verið að velta fyrir mér óhollustu reykinga síðustu mánuði og reyna að manna mig upp í að hætta þessu.
Það hefur nú ekki gengið betur en svo að aðgerðadagsetning er með öllu óræð og í mistri og þoku. Svo bar þó til um þessar mundir að engin boð komu frá Ágústínusi en ég fór hinsvegar og fjárfesti í þessu líka fína nikótíntyggigúmmíi. Þar sem tími var kominn á rettu ákvað ég að prófa að fá mér eitt og athuga hvort löngunin minnkaði (haraldsfræðileg rannsókn).

Já og viti menn. Þetta snarvirkaði. Munnurinn á mér virtist brenna svo tók við einskonar dofi og óbragð og að lokum fann ég til hryllilegrar köfnunartilfinningar og ógleði.

Þrátt fyrir þessa virkni langar mig samt að forvitnast hvort þetta eigi að vera svona?

Monday, June 1, 2009

Helgarblaðið





Ég er í tilfinningalegu ójafnvægi.

En það er nú bara eðlilegt. Slíkt gerist. Sérstaklega þegar manni dreymir flótta undan eldgosum nótt eftir nótt og draumaráningabókin segir að það boði þrumur og haglél.

Skemmst er frá því að segja að uppáhaldsbarnatími okkar Heimasætunnar er Fosters home for imaginary friends. Snilldarþættir í alla staði sem við höfum nánast séð alla upp á engilsaxnesku en þó brá svo við horfðum á hann á Gufunni í morgun.

Og án frekari málalenginga vil ég senda Þórunni Grétu Sigurðardóttur rokkstig dagsins fyrir ódauðlega þýðingu enda lá ég í krampaflogum og geðshræringu þegar ég heyrði Blú kallaðan Smarthöfða.

Bwwaaaaahaaahaaaa!