
Nú er lag að leggja leið sína í miðbæinn og kaffihúsast. Sólin skín og fuglarnir syngja. Ég held barasta að skáldið sem blundar í mér þurfi hvað á hverju að fá að brjótast út í ferskeytlu eða jafnvel hringhendu eða þulu. Hver veit?
Annars er hver dagurinn öðrum fegurri og fallegri. Lífið kemur á óvart með þesskonar hamingju eftir langan og dimman vetur. Það var meira að segja svo bjart yfir svefnherberginu mínu að ég girti fyrir gluggana með svörtu svo ég gæti sofið svolítið í bland.
Svo væri lítið gaman að henni hamingju ef ekki væri fynd í bland. Og einhverra hluta vegna er mér ósegjanlega hætt við að sjá spaug og spé í hverju horni og grínast með grafalvarlega hluti eins og kreppukúka, besservissera og mótmælendur. Tíhíhíhíhí... Fólk með Skoðanir er nefnilega svo einsýnt og fast með hausinn í rassinum á sér að það verður að teljast fyndið að þetta sama fólk fór algerlega hamförum í óðæris-brölti og hefði hugsanlega átt að hugsa til sér meira bágts á meðan það drakk kampavín í góðærinu.
Jæja, hvað með það.
Dántán hír æ komm!