Tuesday, April 28, 2009

Gremja





Ég er svo fjúkandi reið. Svo gersamlega brjáluð og svo aldeilis óþolandi gröm.

Mig langar að lemja fólk og bíta og slá og hrækja.

Ég vona að mér líði ekki svona lengi, það hlýtur að vera heilsuspillandi að líða svona.

Og hvað gerir maður þegar fyrirgefning er ekki í boði?

Ég vona að viðkomandi fái svínaflensu og kafni í loftfylltu egói sínu.

Helvíti bara!

Wednesday, April 22, 2009

Sumarkveðja



Takk fyrir veturinn.

Og vonandi verður svo sumrið líka þakkarvert. Allavega ætla ég persónulega og prívat að reyna að taka svolítið meira þátt í lífinu í sumar. Maður lifir víst bara einusinni.

Gleðilegt sumar elskurnar mínarþ

Friday, April 17, 2009

Ég fór að hágráta

Smáauglýsing

Kjósandi óskar eftir dugmiklum forustusauði. Má hafa með sér barn. Verður að kunna að blása kjarki og sjálfstrausti í andlega gjaldþrota þjóð og alþingi. Verður að vera tilbúin að berjast til síðasta blóðdropa í að verja auðlindir þjóðarinnar, sjálfstæði og velferðarkerfi. Menntun í siðfræði æskileg en þó ekki skilyrði.

Laun skv. stjórnarskrá.

kjósandi

Thursday, April 16, 2009

Kosningar


Þetta er nú meira djöfulsins bullið.



Allir flokkar með sömu málefnaskrá og sömu loforð. Enginn að þora að hafa skoðanir á nokkrum sköpuðum hlut og enginn með fjárhagslegar lausnir.

Ég lýsi frati á íslenska pólitík!

Ef ég fengi fram svör við eftirfarandi þremur spurningum myndi ég kannski ekki skila auðu...

1. Af hverju eru bretar ekki löngu gengnir í evrópusambandið?
2. Hvers vegna er ekki hægt að taka einhliða upp evru?
3. Hvers vegna má ekki nýta orku til annars en stóriðju?

Ef einhver getur svarað þessum spurningum formálalaust væri gaman að lifa.

Friday, April 3, 2009

Þessi er handa okkur sem erum ekki að nenna að taka á málunum



Og það er komið helgarfrí.

Allt að gerast, börnin á leiðinni og von til mikilla ævintýra.

Ég sendi ykkur hugheilar kveðjur, allt að því jóla!