Mig langar að þakka fyrir mig.
Takk fyrir jólakveðjur. kort og gjafir, þið þarna öll sem ég gleymdi ekki en sökum kreppu voru jólakortin skorin við nögl þetta árið.
Ég fékk það sama í jólagjöf frá Eyfa og það sem hann gaf mér. Snilld það!
Ég fékk bókina hennar Rannveigar Þórhalls, frá Álakvíslinni. Snilld tvö það!
Ég borðaði heila kind á jólunum, saltaða og reykta. Og hálft svín. Og fleira...
Ég las Vampírubókina á jólunum og hafði bara hálft í hvoru nokk gaman af.
Ég bið að heilsa öllum og þar sem ég les þetta yfir sé ég að færslan er á einhverskonar áramótaheitaformi, fyrirheit það! Og gargandi snilld.
Bæó
Tuesday, December 30, 2008
Thursday, December 25, 2008
Gleðileg jól
Ég sendi vinum og ættingjum ósk um gleðileg jól og falrsæld á ári komandi. Megi gvuð í uppheimum vera með yður um allar jarðir....
Beztu kveðjur
Heiða Skúla
Beztu kveðjur
Heiða Skúla
Wednesday, December 17, 2008
Í hnotskurn
Hnotskurnin er margslungin. Saga er á leið frá Bifröst með viðkomu í móðurhúsum áður en haldið verður til lands Saxa, en þó ekki læknis. Jólagjöfunum hefur verið hlaðið upp á borðstofuborðið og bíða þeir pökkunar og útkeyrslu. Hvernig ég fer að því svona zúkkulaus, veit ég ei svo gjörla. Það verða einhverjar ausur og boruð einhver göt. Það er víst venjan.
Það hefur orðið að venju og jólahefð að ég enda alltaf jafn ráðalaus þegar kemur að jólagjöfum handa Jódísi og Eyjólfi. Síðustu tveir pakkarnir eru í ár, sem fyrr, andleysið eitt saman. Hvaða trix get ég kallað yfir mig og tæklað þessa þraut?
Jújú, ég veit það sosum, blessuð Kringlan.
Sendi ykkur tóninn, la, ef ykkur langar að syngja í dag....
Það hefur orðið að venju og jólahefð að ég enda alltaf jafn ráðalaus þegar kemur að jólagjöfum handa Jódísi og Eyjólfi. Síðustu tveir pakkarnir eru í ár, sem fyrr, andleysið eitt saman. Hvaða trix get ég kallað yfir mig og tæklað þessa þraut?
Jújú, ég veit það sosum, blessuð Kringlan.
Sendi ykkur tóninn, la, ef ykkur langar að syngja í dag....
Tuesday, December 16, 2008
Desember
Síðasta verslunarferð fyrir jól.
Aðeins fjórir pakkar eftir og svo alles klar. Brunað austur á föstudaginn og haft það gott fram á þann tuttugastaog sjöunda eða svo. Þá verður skundað á sollinn aftur. Plan sem ekki getur klikkað...
Aðeins fjórir pakkar eftir og svo alles klar. Brunað austur á föstudaginn og haft það gott fram á þann tuttugastaog sjöunda eða svo. Þá verður skundað á sollinn aftur. Plan sem ekki getur klikkað...
Friday, December 12, 2008
Desemberdramað
Dramsneytt líf er það sem ég óska mér í jólagjöf í ár.
Og svo nýja ríkisstjórn, upprætingu hungurs í heiminum, frið um allar jarðir, freyðibað og kertaljós.
Annað var það nú ekki í bili...
Og svo nýja ríkisstjórn, upprætingu hungurs í heiminum, frið um allar jarðir, freyðibað og kertaljós.
Annað var það nú ekki í bili...