Thursday, July 17, 2008

Allt við það sama - ekkert drama

Ég brá mér á spítala um daginn til rannsóknar á geðbólgum vorum. Endurgreining hét það víst og fínt skal það vera. Niðurstaðan var einföld. Ég er jafn geðbólgin og áður, og alveg hreint eins geðbólgin og alltaf áður.

En ég fékk nýjar pillur. Og viti menn, konur og börn, ég hef öðlast svefnmunstur aftur. Sofna eins og venjulegt fólk á kvöldin og vakna fyrir hádegi án teljandi vandræða.

Mörgum kann að þykja það heldur slappar fréttir en bíðum nú hæg,,, ég hefi nebblega alls ekki sofið eins og annað fólk í áraraðir og fyrir mér er þetta nýr heimur, fullur orku og framkvæmdagleði.

Svo hraustleg framkvæmdagleði að ég málaði eina umferð yfir stofuna hjá Syss. Halelúja. En það versta er að það gæti flýtt fyrir brottflutningi þeirra frá vesturbakkanum upp í sveit að nema speki.

Annars var það ekki meira í bili...

Monday, July 14, 2008

Án titils


Það er mánudagsmorgunn og klukkan segir sex. Vaknaði við sjálfa mig eldsnemma og get með engu móti sofnað aftur.

Ég heyrði í Sögunni minni í gær. Hún lætur vel af Englandsdvöl sinni og hefur hvorki vitnað né þátttekið í hnífstungumálum þarna niðrá Bretlandi. Hjúkk.

En kettirnir sakna hennar, eins og ég...

Sunday, July 13, 2008

Sunnudagsblogg


Morguninn var tekinn snemma þann daginn. Henzt heim og gerður skurkur í tengingamálum uppþvottavéla. Þegar svo var komið við verkin að ómþýður sístígandi vélarinnar söng kettina til lanz-drauma, átti ekkert betur við en blogga.

Það er allt gott að frétta.

Búin að fara á Klaustur og í útilegu um uppsveitir Árnessýslu. Gman.

Hilsen

Thursday, July 3, 2008

Hvað ég vildi að þú værir hjá mér...


Stundum finnst mér eins ogg heimsendir sé um það bil að detta í hausinn á mér.
Þá fyllist ég slíku æðruleysi að mér verður nánast skítsama um allt. Og allt vegna þess að mig vantar vit til að greina á milli þess sem ég get breytt og þess sem ég get með engu móti stjórnað.

Hvaða fokk er það?
En núna þegar mér líður einmitt svona er mér hollast að hugsa sem minnst og reyna heldur að líða áfram.
Vonandi hafið þið það gott í dag, föstudagsbloggið verður að fá að rokka í þessari viku.

Wednesday, July 2, 2008Jahérnahér. Ofboðslegur dugnaður ríður röftum og skekur hús mitt. Þvottavélin er á akkorði og það bókstaflega ríkur undan mér í framkvæmdagleðinni.

Tuesday, July 1, 2008

Maður lifandi...Nú snúast vindar til allra átta með moldroki og rigningu með köflum. Það rignir eiginlega skít, allavega ef miðað er við bílinn minn.

Allt er við það sama, gegningar ganga vonum framar og heimilisfólk bætir á sig kílóum af spiki og kirtlum.

Kálát er málið núna, sýnist mér á voginni.

Heya!