Ég brá mér á spítala um daginn til rannsóknar á geðbólgum vorum. Endurgreining hét það víst og fínt skal það vera. Niðurstaðan var einföld. Ég er jafn geðbólgin og áður, og alveg hreint eins geðbólgin og alltaf áður.
En ég fékk nýjar pillur. Og viti menn, konur og börn, ég hef öðlast svefnmunstur aftur. Sofna eins og venjulegt fólk á kvöldin og vakna fyrir hádegi án teljandi vandræða.
Mörgum kann að þykja það heldur slappar fréttir en bíðum nú hæg,,, ég hefi nebblega alls ekki sofið eins og annað fólk í áraraðir og fyrir mér er þetta nýr heimur, fullur orku og framkvæmdagleði.
Svo hraustleg framkvæmdagleði að ég málaði eina umferð yfir stofuna hjá Syss. Halelúja. En það versta er að það gæti flýtt fyrir brottflutningi þeirra frá vesturbakkanum upp í sveit að nema speki.
Annars var það ekki meira í bili...