Friday, June 27, 2008

Jah! Nú gengur fram hjá mér

Ég steingleymdi að óska lesbíum og hommum landsins til hamingju með jáið frá ríkiskirkjunni og þeirri staðreynd að vinsælasta lagið í dag (a.m.k. meðal unga fólksins) er einmitt "I kissed a girl and I liked it, hope my boyfriend don't mind it" sungið af stúlkukind.
Það er sumsé réttindadagur samkynhneigðra í dag, húrra fyrir því!

Svo má spyrja sig hvort hinn nýi og glæsti sumardrykkur Egils Skallagríms hafi farið fram úr sér? Rí-mix er nottlega miklu betra en Re-mix, kjarngóð íslenzka.

Rak augun í auglýsingu í gær, fannst hún skondin:

Þarft þú að hækka fjárhaginn hjá þér?

Ég veit ekki með ykkur en ég geri ekki ráð fyrir að leita mér fjárhagshjálpar hjá viðkomandi...

Heya Pippi!

Föstudagur til ferðalaga?

Eða hvað?

Það væri nú ekki amalegt að renna sér uppað Enneinum og taka nesti og bruna út í óbyggðir. Enda kalla þær og ég verð að gegna því sem ég heiti ey-rún.

Nú er þetta bara spurning um að fletta í gegn um Fréttableðilinn og láta athugast hvort Maðkaveita miðborgar og skjönz ehf, eigi einhverja feita orma á boðstólum. Jibbíkóla-veiðibóla.

Háttvirtur forseti, ráðherrar, læknar, lögfræðingar og prestar (og óbreytt alþýða ef vill): Ég sendi ykkur og landsmönnum öllum hugheilar sumars og sólarkveðjur. Gvuð blessi ykkur öll.

Ingabarðibörnin.

Thursday, June 26, 2008

Verkefnasúpa með vægum aukaverkunum

Púff, sagði pabbi í paltadeiginu.

Og púff sagði ég í verkefnasúpunni upp að eyrum og svamlaði ráðvillt um í leit að gulrót sem gæti lokkað mig uppúr pottinum.
En svoleiðis gengur þetta fyrir sig, ein spýta í einu og klára hana.

Amen

Monday, June 23, 2008

Halló Reykjavík...


Er komið sumar eða hvað?

Ljúfir dagar líða hjá
leitt að fara á-lyf
Læsa allt í lágdrif.
Hársprey úða hárið á
beint á ská og aftanfrá
svo treysta má og megi fá
gróðurhúsaáhrif...

Húrra fyrir mér!

Sunday, June 15, 2008

Sumarið er tíminn

Nokkrar af uppáhalds sumarmyndunum mínum
Mangalús
Mikið agalega er ég nú búin að skemmta mér vel um helgina og skemmst frá því að segja að ekki er allt búið enn. Matur í Álakvísl með síðbúnu afmælisbarni sem fær að sjálfsögðu afmæliskveðju. Rétt eins og Eðlukonan Dísa og Ásta Kristín.


Annars þarf ég að leggjast inn á spítala og horfa út um gluggann í einhvern tíma en hugmyndin er að finna út úr geðbólgnum misfellunum í heilaberkinum á mér. Ég hálf vona að það verði bara rok og rigning í Reykjavík á meðan en fæ mig ekki til þess að óska því hátt og snjallt þar sem vinir og vandamenn eru jú margir hverjir að detta inn í langþráð sumarfrí.

En núna þarf ég að henda mér í matarboð með viðkomu í lakkrísdeild Kolaportsins, lifið í lukku en ekki í krukku...

Friday, June 13, 2008

Frædei ðe þörtínð

Nú á víst allskonar óhappa að gerast í dag.

En við látum það ekkert á okkur fá, enda stendur til að fara út að borða í kvöld og happa allan daginn.
Ég sendi landsmönnum öllum hugheilar helgarkveðjur með ósk um bjarta framtíð!

Thursday, June 12, 2008

Bloggun dagsins


Þegar sólin skín og fuglarnir syngja er erfitt að vera ekki barasta himinsæll og glaður. Guð gefi mér svo æðruleysi en samt aðallega þolinmæði vegna þess að ég á bágt með að bíða og bíða eftir því sem treglega vill gerast.

Þannig er nú það...

Heydo!

Wednesday, June 11, 2008

Myndraunir...


Eða hvað...

Nýtt og spennandi blogg

Nú er ég eina ferðina enn komin í samstarf við blogger og ekkert annað að gera en að æpa hæ og hó og velkomin í heiminn væna mín...