Mig langar að þakka fyrir mig.
Takk fyrir jólakveðjur. kort og gjafir, þið þarna öll sem ég gleymdi ekki en sökum kreppu voru jólakortin skorin við nögl þetta árið.
Ég fékk það sama í jólagjöf frá Eyfa og það sem hann gaf mér. Snilld það!
Ég fékk bókina hennar Rannveigar Þórhalls, frá Álakvíslinni. Snilld tvö það!
Ég borðaði heila kind á jólunum, saltaða og reykta. Og hálft svín. Og fleira...
Ég las Vampírubókina á jólunum og hafði bara hálft í hvoru nokk gaman af.
Ég bið að heilsa öllum og þar sem ég les þetta yfir sé ég að færslan er á einhverskonar áramótaheitaformi, fyrirheit það! Og gargandi snilld.
Bæó
Tuesday, December 30, 2008
Thursday, December 25, 2008
Gleðileg jól
Ég sendi vinum og ættingjum ósk um gleðileg jól og falrsæld á ári komandi. Megi gvuð í uppheimum vera með yður um allar jarðir....
Beztu kveðjur
Heiða Skúla
Beztu kveðjur
Heiða Skúla
Wednesday, December 17, 2008
Í hnotskurn
Hnotskurnin er margslungin. Saga er á leið frá Bifröst með viðkomu í móðurhúsum áður en haldið verður til lands Saxa, en þó ekki læknis. Jólagjöfunum hefur verið hlaðið upp á borðstofuborðið og bíða þeir pökkunar og útkeyrslu. Hvernig ég fer að því svona zúkkulaus, veit ég ei svo gjörla. Það verða einhverjar ausur og boruð einhver göt. Það er víst venjan.
Það hefur orðið að venju og jólahefð að ég enda alltaf jafn ráðalaus þegar kemur að jólagjöfum handa Jódísi og Eyjólfi. Síðustu tveir pakkarnir eru í ár, sem fyrr, andleysið eitt saman. Hvaða trix get ég kallað yfir mig og tæklað þessa þraut?
Jújú, ég veit það sosum, blessuð Kringlan.
Sendi ykkur tóninn, la, ef ykkur langar að syngja í dag....
Það hefur orðið að venju og jólahefð að ég enda alltaf jafn ráðalaus þegar kemur að jólagjöfum handa Jódísi og Eyjólfi. Síðustu tveir pakkarnir eru í ár, sem fyrr, andleysið eitt saman. Hvaða trix get ég kallað yfir mig og tæklað þessa þraut?
Jújú, ég veit það sosum, blessuð Kringlan.
Sendi ykkur tóninn, la, ef ykkur langar að syngja í dag....
Tuesday, December 16, 2008
Desember
Síðasta verslunarferð fyrir jól.
Aðeins fjórir pakkar eftir og svo alles klar. Brunað austur á föstudaginn og haft það gott fram á þann tuttugastaog sjöunda eða svo. Þá verður skundað á sollinn aftur. Plan sem ekki getur klikkað...
Aðeins fjórir pakkar eftir og svo alles klar. Brunað austur á föstudaginn og haft það gott fram á þann tuttugastaog sjöunda eða svo. Þá verður skundað á sollinn aftur. Plan sem ekki getur klikkað...
Friday, December 12, 2008
Desemberdramað
Dramsneytt líf er það sem ég óska mér í jólagjöf í ár.
Og svo nýja ríkisstjórn, upprætingu hungurs í heiminum, frið um allar jarðir, freyðibað og kertaljós.
Annað var það nú ekki í bili...
Og svo nýja ríkisstjórn, upprætingu hungurs í heiminum, frið um allar jarðir, freyðibað og kertaljós.
Annað var það nú ekki í bili...
Friday, November 28, 2008
Fimm á netinu
Komst á netið í fimm, í Landsbankanum.
Sendi hugheilar óskir um hvaðeina fram að næsta skreppi...
Sendi hugheilar óskir um hvaðeina fram að næsta skreppi...
Thursday, October 23, 2008
Terroristi
Ég hef ágætan húmor. Svona í alvöru talað. En mér þykir terroristahúmor Tjalla einum of mikið af því góða. Og kröfur þeirra um stríðsskaðabætur dálítið skrítnar. Var það ekki svo að bissnissmenn dauðans fengu líkt og heima hjá sér að hræra í hinu tjallíska hagkerfi eins og í drullupolli. Bretar settu þeim hvergi stólinn fyrir dyrnar og lögðu meðal annars opinbert fé inn á þessa skítareikninga sem víkingasveit dauðans bauð uppá. Ef hvaða stofnun sem er í Bretlandi má fjárfesta í hverju sem er, fæðubótarþríhyrningasölu eða álíka eða senda fé sitt inn á hvaða fjármálastofnun sem þeim dettur í hug, ættu þeir að minnsta kosti að sjá sóma sinn í að hafa eitthvað eftirlit með opinberu fé. Við vorum nú líka að fatta þetta hérna uppi á klakanum að það þarf að hafa reglur og eftirlit svo glæpamenn vaði ekki uppi. Bretar pissuðu í skóna sína og ég ætla ekki að borga það fyrir þá.
Og hana nú...
Og hana nú...
Saturday, October 18, 2008
Betri eru tveir gestir í húsi en kaka í skógi
Hún ríður sjaldan við einteyming, ógæfan.
Annað barnið þjáist af næringarskorti og þarf sprautur en botnlanginn var skorinn úr hinu.
Bæði eru á batavegi.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast oss er bent á það er kreppa.
Góðar stundir
Annað barnið þjáist af næringarskorti og þarf sprautur en botnlanginn var skorinn úr hinu.
Bæði eru á batavegi.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast oss er bent á það er kreppa.
Góðar stundir
Tuesday, October 14, 2008
Það góða
Þegar allt virðist á beinustu leið til helvítis er gott að staldra við og athuga hvaða jákvæðu afleiðingar ástandið gæti haft.
Mér datt þetta í hug:
Nú þegar pólverjarnir eru að flýja heim til sín verða til störf á leikskólum, elliheimilum, skólum og víðar í velferðarkerfinu sem veruleikafirrtir verðbréfabraskarar geta sinnt. Gamla fólkið gæti jafnvel kennt þessu dóti eitt og annað um gömul og góð gildi, og það á íslenzku.
Þjóðin hefur samkvæmt rannsóknum fitnað í góðærinu, nú má gera ráð fyrir að mörinn fari að bráðna og heilsa landsmanna að batna. Að ég nefni nú ekki tannheilsu barna.
Sjávarútvegur og ferðaþjónusta skapar gjaldeyri. Nú er að sæta lagi og selja útlendingum aðgang að hálendinu. Selja þeim óvissuferðir um borð í frystitogara og allskonar frumlegt. Nú er tími til þess að hugsa útfyrir kassann og græða.
Þar sem ég er loksins orðinn eigandi að íslenska bankakerfinu líður mér eiginlega betur. Það er gaman að eiga banka. Sjitt hvað það væri gaman að eiga kvótann líka.
Ál er hið besta mál. Það er framtíðin. En núna ættum við að hækka svolítið verðið á orkunni okkar til stóriðju og lækka verðið til íslenzkra garðirkjubænda. Mér persónulega þætti eðlilegt að garðirkjubændur fengu sama díl og álverin.
Nú er lag að hækka tolla á óþarfa. Æ rest mæ keis.
Og þeim sem finnst gott að fá sér neðan í því ættu að nýta sér ástandið og læra eitthvað nýtt, til dæmis að brugga.
Með gleði í hjarta og hausinn í lagi.
Heiða
Monday, October 13, 2008
Sjálfsstjórn
Ég var að fatta nýtt trix.
Fólk sem hefur yfirleitt litla stjórn á skapi sínu er upp til hópa með hausinn fastann á kafi uppi í rassinum á sér.
Og mér líkar ekki svoleiðis fólk.
Fólk sem hefur yfirleitt litla stjórn á skapi sínu er upp til hópa með hausinn fastann á kafi uppi í rassinum á sér.
Og mér líkar ekki svoleiðis fólk.
Sunday, October 12, 2008
Hvernig ég hef það?
Thursday, October 9, 2008
Hmmfff...
Út er komin bókin Skitið upp á hnakka eftir Davíð Oddson. Bókin er hluti dramaverka í ritröð framámanna á Íslandi eins og Halldór Kvótakall, Geir hrokagikkur og Bankinn Minn eftir Sigurð Einarsson.
Ekki er brotið blað í íslenzkri menningarsögu enda óstjórn og vængeblingaháttur frumskilyrði þátttöku í íslenzku stjórnkerfi.
Ég vil fá að sjá hausa fjúka fljótlega. Það er bara þannig.
Rokkstig dagsins fær Sigríður Ingibjörg Ingadóttir en hún virðist eina manneskjan í Seðlabankaklíkunni sem hefur snefil af manndómi innvortis.
Heyr heyr, fleiri konur í stjórnarstöður!!!
Ekki er brotið blað í íslenzkri menningarsögu enda óstjórn og vængeblingaháttur frumskilyrði þátttöku í íslenzku stjórnkerfi.
Ég vil fá að sjá hausa fjúka fljótlega. Það er bara þannig.
Rokkstig dagsins fær Sigríður Ingibjörg Ingadóttir en hún virðist eina manneskjan í Seðlabankaklíkunni sem hefur snefil af manndómi innvortis.
Heyr heyr, fleiri konur í stjórnarstöður!!!
Wednesday, October 8, 2008
Kapítalismi dauðans
Og hvenær á svo að þjóðnýta kvótann? Oft var ráð, en nú er nauðsyn. Notum þetta ástand til þess að færa þjóðinni aftur það sem af henni var stolið. Síminn, bankarnir og kvótinn, játakk.
Svo má hugsa sér að víst kynslóðirnar sem lifðu af kreppuna miklu og verðbólgudrauginn lifa enn við hestaheilsu þá erum við varla á heljarþröm, er það.
Það verður svo að segjast eins og er að það hlakkar í mér þegar fólk flykkist í kirkjur landsins og menn ræða frekari álversframkvæmdir. Hér eftir ætla ég að kalla alla hippa og kommúnista fólk með Bjarnfreðarsonarheilikenni. Múhoohaahaa!
Margur verður af aurum api
Guð veri með ykkur
Heiða Darwins
Monday, October 6, 2008
Óstjórn
Mig langaði nú bara að minna ykkur á þá góðu staðreynd að ástandið fyrir botni miðjarðarhafs er enn verra en ástandið á Íslandi. Enn sem komið er eru engir brjálæðingar að sprengja ástvini okkar í tætlur.
Þraukum þorrann og góuna saman og gerum kröfu um að fylleríispakkinu sem setti landið á hausinn verði refsað duglega.
Heiða hin grimma
Þraukum þorrann og góuna saman og gerum kröfu um að fylleríispakkinu sem setti landið á hausinn verði refsað duglega.
Heiða hin grimma
Friday, October 3, 2008
Þó ég gangi um dimman dal
Ég sá skemmtiþátt á RUV í gær, Alþingi með stefnuræðu forsætisráðherra og kvabbi og kvarti annara þingfífla. Enginn skammaðist sín fyrir ástandið nema bóndinn í vinstri grænum, en hann hafði engar lausnir í boði fyrir þjóðina frekar en neinn annar. Ég hef alltaf sagt að á hinu háa Alþingi ættu að gilda sömu fjarvistarreglur og í framhaldsskólum og laun ráðamanna ættu að sjálfsögðu að vera árangurstengd. Eins og reyndar kennara.
Alþingi er bara skítasjoppa, því miður. Meirihlutinn er fífl og þeir fáu sem enn muna hvað hugsjón merkir fá ekki að ráða neinu. Hmmfffrr....
En í þessum þjóðfélagslegu hörmungum öllum saman og heimskreppunni er fátt betra en fara í langa göngu, fá sultardropa á nefbroddinn og skríða svo heim í heitt kakó og kleinur. Með góða bók og teppi. Kjams.
Lifið heil. Styrkið Krónuna ef þið getið. Farið varlega með aurinn ykkar.
Heiða hamhleypa
Wednesday, October 1, 2008
Fátt ber til tíðinda í kreppunni
Þá er bara að hefja rannsóknarblaðamennsku og rannsaka blöðin. Hvað ber þar nú hæst?
Ó, jú, viti menn það er K R Ó N A N sem smyr sér á forsíðurnar rétt eins og hún hefur smurt sér á sívaxandi síðuspik manna í gósentíðinni síðustu ár. Hversu óhemju þunglamalegar geta fréttir orðið? Jah, maður spyr sig.
Svo er víst komin ísöld fyrir norðan og hér syðra er skítaveður. Geisp.
En viti menn, hvað laumar sér með heimsendaspámennskufréttum? Herregud, forsetinn ætlar að færa þjóðinni 1.des aftur og hefja þann dag til virðingar.
Svo er bara að vona að hann verði málaður rauður svona í tilefni dagsins.
Kossar og knús
Heiða hamingjusama
Tuesday, September 30, 2008
Drepfyndið
Það er alveg með ólíkindum hvað alheimurinn er mikið trix. Ég vaknaði í vondu skapi og geðvonskaðist um íbúðina alveg þangað til mér datt í hug að fara í bað.
Góð slökun kemur skapinu í lag, ekki satt. Þar sem ég lá í baðinu og beið þess að fýlan og þunglyndið bráðnaði af mér heyrði ég að nágrannakona mín skellti lagi á fóninn.
Og viti menn, hún er að verða búin að spila alla jólaplötuna með Bóní Emm.
Þá er erfitt að vera fúll, múuhoohaaaaahaaaa.
Góð slökun kemur skapinu í lag, ekki satt. Þar sem ég lá í baðinu og beið þess að fýlan og þunglyndið bráðnaði af mér heyrði ég að nágrannakona mín skellti lagi á fóninn.
Og viti menn, hún er að verða búin að spila alla jólaplötuna með Bóní Emm.
Þá er erfitt að vera fúll, múuhoohaaaaahaaaa.
Saturday, September 27, 2008
Nú gekk fram hjá mér
Klám er sívinsælt umræðuefni. Svona rétt eins og bókmenntir. Maður ræðir hinsvegar klámið síður innan um börn, eða það hélt ég að minnsta kosti þar til í gær.
Strætó er með bókmenntaátak í gangi. Er með öðrum orðum að auglýsa þær bækur sem hellast yfir landann fyrir jól. Á hverju sæti í strætóum bæjarins hangir spjald þar sem hver bók er auglýst fyrir sig. Ég var svo heppin að setjast þar sem bók um enska hóru var kynnt. Ég hef ekki hugsað mér að leggja dóm á verkið, svona fagurfræðilega séð, ég læt öðrum og fróðari það eftir en ég hlýt að setja spurningamerki við það að jafn grófur texti, sem felur í sér nokk nákvæmar lýsingar á hórdómi eigi heima í bland við börn á leið í skóla. Menn verða að átta sig á því að sjö ára gömul börn kunna mörg hver að lesa.
Og þessvegna fær strætó BÁGT! þessa vikuna
Ég kveð með gremju í dag.
Strætó er með bókmenntaátak í gangi. Er með öðrum orðum að auglýsa þær bækur sem hellast yfir landann fyrir jól. Á hverju sæti í strætóum bæjarins hangir spjald þar sem hver bók er auglýst fyrir sig. Ég var svo heppin að setjast þar sem bók um enska hóru var kynnt. Ég hef ekki hugsað mér að leggja dóm á verkið, svona fagurfræðilega séð, ég læt öðrum og fróðari það eftir en ég hlýt að setja spurningamerki við það að jafn grófur texti, sem felur í sér nokk nákvæmar lýsingar á hórdómi eigi heima í bland við börn á leið í skóla. Menn verða að átta sig á því að sjö ára gömul börn kunna mörg hver að lesa.
Og þessvegna fær strætó BÁGT! þessa vikuna
Ég kveð með gremju í dag.
Thursday, September 25, 2008
S-24 og þú hagnast
Zúkkan er á leið í Sorpu.
Það er bara þannig og ný leið vor um ranghala borgar óttans er mörkuð gulum vögnum. Ég tók S-24 í morgun og fann mig sem barnapíu í Ártúnshverfi. Ekki amalegt það.
En það verður með bæði sorg og trega sem við kveðjum Zúkku de lúx, nú munu bein hennar hvíla í klumpum hjá Endurvinnslunni en sálin svífur heim til Japans til hinna Samúræjanna.
Far vel, far vel. Fljúgðu á vængjum morgunroðans.
Það er bara þannig og ný leið vor um ranghala borgar óttans er mörkuð gulum vögnum. Ég tók S-24 í morgun og fann mig sem barnapíu í Ártúnshverfi. Ekki amalegt það.
En það verður með bæði sorg og trega sem við kveðjum Zúkku de lúx, nú munu bein hennar hvíla í klumpum hjá Endurvinnslunni en sálin svífur heim til Japans til hinna Samúræjanna.
Far vel, far vel. Fljúgðu á vængjum morgunroðans.
Wednesday, September 17, 2008
Lægð yfir landinu
Friday, September 12, 2008
Föstudagur
Heimasætan og Mikki verða í móðurhúsum og bíóferð að miðju jarðar með flatböku í forrétt er málið.
Ég hef í annan stað verið að velta fyrir mér þessu krepputali. Ég fæ ekki séð miklar breytingar í mínu umhverfi, fólk hámar í sig pylsur og franskar fyrir það fyrsta, hinir í umhverfi mínu éta á Hámu. Og allir á bíl og allir með vísa og allir að mæðast og allir að eyða og spreða eins og fávitar. Í allt nema skuldirnar sínar.
Vinna meira, éta minna og reyna eins og rjúpa, að rembast við það að vera jákvæður..
Núna ætla ég hinsvegar að skúra heima hjá mér, kauplaust, og syngja ástarljóð til Bahama!
Góða helgi...
Thursday, September 11, 2008
Klasageðstropf
Ég er nemi í HÍ. Það er sko gaamaaaan... Svo til þess að eiga fyrir nánöglum tóbaki hef ég hafið störf við hamborgarasteikingar við Miklubraut og lykta þessvegna eins og hin margfræga Búkolla á stundum.
Annars fer lífið nokk vel með oss og biðjum yður farsældar á tímum heimsendaspámanna...
HANN LIFIR!
hann lifir í þér
Tuesday, September 2, 2008
Nemi
Og núna er maður nemi. Nema hvað?
Fékk fagurlega samsetta stundatöflu og starði á hana lengi dags. Með ofurlítilli angurværð. held ég bara.
Nú þarf maður sem aldrei fyrr að grípa réttri hendi í eitthvað haldbært og gerast dúer, ekki þínker.
Annars bið ég bara að heilsa ykkur öllum elskurnar mínar.
Fékk fagurlega samsetta stundatöflu og starði á hana lengi dags. Með ofurlítilli angurværð. held ég bara.
Nú þarf maður sem aldrei fyrr að grípa réttri hendi í eitthvað haldbært og gerast dúer, ekki þínker.
Annars bið ég bara að heilsa ykkur öllum elskurnar mínar.
Monday, August 18, 2008
Sveitaball
Saturday, August 16, 2008
Dáið blogg...
Nei nei nei....
Spurning um að hysja upp um sig og taka eins og eina spýtu.
Og klára hana!
Annars er ég með hressara móti og er að rembast við að njóta lífsins í blíðunni. Línuskautaferð í bígerð í dag, jafnvel silungaveisla. Hver veit?
En bloggið er hér með upprisið og komið til síns heima, og vonandi ekki of Heiðið fyrir pupulinn...
Lifið í ljósi en ekki í fjósi...
Friday, August 1, 2008
Ferðalag
Nú á að flengjast af stað í ferðalag. Og það ekkert smáræðis, heldur allan heila hringinn með viðkomu í allskyns vötnum í veiði. Halelúja.
Því miður hefur veiðigleðin verið dræm í sumar en nú stendur sumsé til að bæta úr því, bora á hana gat og hvaðeina. Og ekki verður amalegt að skoða andarunga á Hafrafelli og kíkja í kaffi til mömmsu. Hver veit hvort syss verði mætt á undan og þá verður nú gaman.
Ég óska svo landsmönnum öllum velfarnaðar á helgi drykkjuláta og almenns fávitagangs....
Já nú finnst mér gaman!
Thursday, July 17, 2008
Allt við það sama - ekkert drama
Ég brá mér á spítala um daginn til rannsóknar á geðbólgum vorum. Endurgreining hét það víst og fínt skal það vera. Niðurstaðan var einföld. Ég er jafn geðbólgin og áður, og alveg hreint eins geðbólgin og alltaf áður.
En ég fékk nýjar pillur. Og viti menn, konur og börn, ég hef öðlast svefnmunstur aftur. Sofna eins og venjulegt fólk á kvöldin og vakna fyrir hádegi án teljandi vandræða.
Mörgum kann að þykja það heldur slappar fréttir en bíðum nú hæg,,, ég hefi nebblega alls ekki sofið eins og annað fólk í áraraðir og fyrir mér er þetta nýr heimur, fullur orku og framkvæmdagleði.
Svo hraustleg framkvæmdagleði að ég málaði eina umferð yfir stofuna hjá Syss. Halelúja. En það versta er að það gæti flýtt fyrir brottflutningi þeirra frá vesturbakkanum upp í sveit að nema speki.
Annars var það ekki meira í bili...
Monday, July 14, 2008
Án titils
Það er mánudagsmorgunn og klukkan segir sex. Vaknaði við sjálfa mig eldsnemma og get með engu móti sofnað aftur.
Ég heyrði í Sögunni minni í gær. Hún lætur vel af Englandsdvöl sinni og hefur hvorki vitnað né þátttekið í hnífstungumálum þarna niðrá Bretlandi. Hjúkk.
En kettirnir sakna hennar, eins og ég...
Sunday, July 13, 2008
Sunnudagsblogg
Morguninn var tekinn snemma þann daginn. Henzt heim og gerður skurkur í tengingamálum uppþvottavéla. Þegar svo var komið við verkin að ómþýður sístígandi vélarinnar söng kettina til lanz-drauma, átti ekkert betur við en blogga.
Það er allt gott að frétta.
Búin að fara á Klaustur og í útilegu um uppsveitir Árnessýslu. Gman.
Hilsen
Thursday, July 3, 2008
Hvað ég vildi að þú værir hjá mér...
Stundum finnst mér eins ogg heimsendir sé um það bil að detta í hausinn á mér.
Þá fyllist ég slíku æðruleysi að mér verður nánast skítsama um allt. Og allt vegna þess að mig vantar vit til að greina á milli þess sem ég get breytt og þess sem ég get með engu móti stjórnað.
Hvaða fokk er það?
En núna þegar mér líður einmitt svona er mér hollast að hugsa sem minnst og reyna heldur að líða áfram.
Vonandi hafið þið það gott í dag, föstudagsbloggið verður að fá að rokka í þessari viku.
Wednesday, July 2, 2008
Tuesday, July 1, 2008
Maður lifandi...
Friday, June 27, 2008
Jah! Nú gengur fram hjá mér
Það er sumsé réttindadagur samkynhneigðra í dag, húrra fyrir því!
Svo má spyrja sig hvort hinn nýi og glæsti sumardrykkur Egils Skallagríms hafi farið fram úr sér? Rí-mix er nottlega miklu betra en Re-mix, kjarngóð íslenzka.
Rak augun í auglýsingu í gær, fannst hún skondin:
Þarft þú að hækka fjárhaginn hjá þér?
Ég veit ekki með ykkur en ég geri ekki ráð fyrir að leita mér fjárhagshjálpar hjá viðkomandi...
Heya Pippi!
Föstudagur til ferðalaga?
Eða hvað?
Það væri nú ekki amalegt að renna sér uppað Enneinum og taka nesti og bruna út í óbyggðir. Enda kalla þær og ég verð að gegna því sem ég heiti ey-rún.
Nú er þetta bara spurning um að fletta í gegn um Fréttableðilinn og láta athugast hvort Maðkaveita miðborgar og skjönz ehf, eigi einhverja feita orma á boðstólum. Jibbíkóla-veiðibóla.
Háttvirtur forseti, ráðherrar, læknar, lögfræðingar og prestar (og óbreytt alþýða ef vill): Ég sendi ykkur og landsmönnum öllum hugheilar sumars og sólarkveðjur. Gvuð blessi ykkur öll.
Ingabarðibörnin.
Thursday, June 26, 2008
Verkefnasúpa með vægum aukaverkunum
Monday, June 23, 2008
Halló Reykjavík...
Sunday, June 15, 2008
Sumarið er tíminn
Nokkrar af uppáhalds sumarmyndunum mínum





Mikið agalega er ég nú búin að skemmta mér vel um helgina og skemmst frá því að segja að ekki er allt búið enn. Matur í Álakvísl með síðbúnu afmælisbarni sem fær að sjálfsögðu afmæliskveðju. Rétt eins og Eðlukonan Dísa og Ásta Kristín.
Annars þarf ég að leggjast inn á spítala og horfa út um gluggann í einhvern tíma en hugmyndin er að finna út úr geðbólgnum misfellunum í heilaberkinum á mér. Ég hálf vona að það verði bara rok og rigning í Reykjavík á meðan en fæ mig ekki til þess að óska því hátt og snjallt þar sem vinir og vandamenn eru jú margir hverjir að detta inn í langþráð sumarfrí.
En núna þarf ég að henda mér í matarboð með viðkomu í lakkrísdeild Kolaportsins, lifið í lukku en ekki í krukku...
Friday, June 13, 2008
Frædei ðe þörtínð
Thursday, June 12, 2008
Bloggun dagsins
Wednesday, June 11, 2008
Nýtt og spennandi blogg
Nú er ég eina ferðina enn komin í samstarf við blogger og ekkert annað að gera en að æpa hæ og hó og velkomin í heiminn væna mín...